Enski boltinn

Torres sleppur með skrekkinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Villas-Boas og Torres.
Villas-Boas og Torres. Mynd. / Getty Images
Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur ákveðið að refsa ekki Fernando Torres fyrir ummæli sem hann lét falla um leikmenn Chelsea um daginn.

Torres fór ófögrum orðum um leikform sumra leikmanna liðsins um að þeir væru ekki nægilega snöggir fyrir ensku úrvalsdeildarinnar.

Torres gaf þær skýringar að viðtalið hafi misskilist í þýðingu og Villas-Boas mun því ekki beita neinum viðurlögum gagnvart leikmanninum.

„Vandamálið er úr sögunni,“ sagði Villas-Boas eftir sigurinn gegn Bayern Leverkausen í gær.

Torres lék vel í leiknum og lagði upp bæði mörk Chelsea.

„Við erum búnir að ræða málið ýtarlega og komumst að ásættanlegri niðurstöðu“.

„Ég vona samt sem áður að svona mál þurfi ekki að koma upp aftur, það er á minni ábyrgð að leysa slík mál“.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×