Íslenski boltinn

Grétar Sigfinnur áfram hjá KR til 2014

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Sigfinnur fagnar marki í leik með KR.
Grétar Sigfinnur fagnar marki í leik með KR. Mynd/Valli
Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefur framlengt samning sinn við KR til loka tímabilsins 2014. Hann er uppalinn leikmaður hjá félaginu.

Grétar Sigfinnur hefur þó leikið með öðrum félögum en frá 2003 til 2008 var hann til að mynda á mála hjá Víkingi og Val. Hann lék einnig með Sindra sumarið 2002.

Fram kemur á heimasíðu KR að Grétar hafi alls leikið 177 leiki með meistaraflokki liðsins. Alls á hann að baki 148 leiki í efstu deild á ferlinum og skoraði í þeim nítján mörk. Hann er 28 ára gamall og lykilmaður í varnarleik KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×