Umfjöllun: Fylkismenn hirtu stigin þrjú í Keflavík Stefán Árni Pálsson á Keflavíkurvelli skrifar 29. ágúst 2011 14:24 Keflvíkingurinn Andri Steinn Birgisson í leik gegn Fylki fyrr í sumar. Mynd/Stefán Fylkismenn sóttu þrjú stig suður með sjó í gær þegar lið bar sigur úr býtum gegn Keflvíkingum, 2-1, á Nettóvellinum. Albert Brynjar Ingason og Ingimundur Níels Óskarsson gerðu mörk Fylkismanna, en Guðmundur Steinarsson skoraði eina mark Keflvíkinga. Leikurinn hófst rólega og liðin voru lengi í gang. Eftir um korters leik þá fóru gestirnir í gang og sóttu án afláts. Valur Fannar Gíslason átti fínan skalla sem stefndi beint í markið, en Ómar Jóhannsson sló boltann aftur fyrir markið. Uppúr því fengu Fylkismenn hornspyrnu og þá kom fyrsta mark leiksins. Albert Brynjar Ingason skallaði boltann óverjandi í netið og gestirnir komnir yfir. Næstu mínútur voru gestirnir með öll völd á vellinum og það var eins og að Keflvíkingar væru ekki á vellinum. Fylkismenn fengu nokkur fín færi en ekki fór boltinn í netið. Tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks fengu Keflvíkingar hornspyrnu. Boltanum var spyrnt inn í teig og þar virtist varnarmaður Fylkis brjóta á leikmanni Keflvíkinga. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu, öllum að óvörum og Fylkismenn voru virkilega ósáttir. Guðmundur Steinarsson skoraði örugglega úr spyrnunni og staðan því orðin 1-1. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fengu Fylkismenn einnig vítaspyrnu þegar Hilmar Geir Eiðsson, leikmaður Keflvíkinga, braut á Trausta Birni Ríkarðssyni sem var sloppinn einn í gegn. Ingimundur Níels Óskarsson fór á punktinn og skoraði, en Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga, var í boltanum. Staðan var því 2-1 fyrir Fylki í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var fjörugur í byrjun og liðin sóttu bæði mikið á mark andstæðingsins. Þegar líða tók á síðari hálfleikinn tóku Fylkismenn öll völd á vellinum og fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en það var einn vandi, þeim var fyrirmunað að koma boltanum framhjá Ómari Jóhannssyni í marki Keflvíkinga. Ómar varði oft á tíðum meistaralega einn á móti Fylkismanni og ótrúlegt að gestirnir höfðu aðeins gert tvö mörk. Hvorugu liðinu tókst að skora fleiri mörk í leiknum og því varð niðurstaðan 2-1 sigur Fylkismanna.Keflavík 1 – 2 Fylkir 0-1 Albert Brynjar Ingason (21.) 1-1 Guðmundur Steinarsson, víti (36.) 1-2 Ingimundur Níels Óskarsson, víti (44.) Skot (á mark): 10– 10 (7-8) Varin skot: Ómar 7 – 5Fjalar Horn: 7– 7 Aukaspyrnur fengnar: 18–10 Rangstöður: 1-1 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira
Fylkismenn sóttu þrjú stig suður með sjó í gær þegar lið bar sigur úr býtum gegn Keflvíkingum, 2-1, á Nettóvellinum. Albert Brynjar Ingason og Ingimundur Níels Óskarsson gerðu mörk Fylkismanna, en Guðmundur Steinarsson skoraði eina mark Keflvíkinga. Leikurinn hófst rólega og liðin voru lengi í gang. Eftir um korters leik þá fóru gestirnir í gang og sóttu án afláts. Valur Fannar Gíslason átti fínan skalla sem stefndi beint í markið, en Ómar Jóhannsson sló boltann aftur fyrir markið. Uppúr því fengu Fylkismenn hornspyrnu og þá kom fyrsta mark leiksins. Albert Brynjar Ingason skallaði boltann óverjandi í netið og gestirnir komnir yfir. Næstu mínútur voru gestirnir með öll völd á vellinum og það var eins og að Keflvíkingar væru ekki á vellinum. Fylkismenn fengu nokkur fín færi en ekki fór boltinn í netið. Tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks fengu Keflvíkingar hornspyrnu. Boltanum var spyrnt inn í teig og þar virtist varnarmaður Fylkis brjóta á leikmanni Keflvíkinga. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu, öllum að óvörum og Fylkismenn voru virkilega ósáttir. Guðmundur Steinarsson skoraði örugglega úr spyrnunni og staðan því orðin 1-1. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fengu Fylkismenn einnig vítaspyrnu þegar Hilmar Geir Eiðsson, leikmaður Keflvíkinga, braut á Trausta Birni Ríkarðssyni sem var sloppinn einn í gegn. Ingimundur Níels Óskarsson fór á punktinn og skoraði, en Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga, var í boltanum. Staðan var því 2-1 fyrir Fylki í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var fjörugur í byrjun og liðin sóttu bæði mikið á mark andstæðingsins. Þegar líða tók á síðari hálfleikinn tóku Fylkismenn öll völd á vellinum og fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en það var einn vandi, þeim var fyrirmunað að koma boltanum framhjá Ómari Jóhannssyni í marki Keflvíkinga. Ómar varði oft á tíðum meistaralega einn á móti Fylkismanni og ótrúlegt að gestirnir höfðu aðeins gert tvö mörk. Hvorugu liðinu tókst að skora fleiri mörk í leiknum og því varð niðurstaðan 2-1 sigur Fylkismanna.Keflavík 1 – 2 Fylkir 0-1 Albert Brynjar Ingason (21.) 1-1 Guðmundur Steinarsson, víti (36.) 1-2 Ingimundur Níels Óskarsson, víti (44.) Skot (á mark): 10– 10 (7-8) Varin skot: Ómar 7 – 5Fjalar Horn: 7– 7 Aukaspyrnur fengnar: 18–10 Rangstöður: 1-1 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira