Umfjöllun: Fylkismenn hirtu stigin þrjú í Keflavík Stefán Árni Pálsson á Keflavíkurvelli skrifar 29. ágúst 2011 14:24 Keflvíkingurinn Andri Steinn Birgisson í leik gegn Fylki fyrr í sumar. Mynd/Stefán Fylkismenn sóttu þrjú stig suður með sjó í gær þegar lið bar sigur úr býtum gegn Keflvíkingum, 2-1, á Nettóvellinum. Albert Brynjar Ingason og Ingimundur Níels Óskarsson gerðu mörk Fylkismanna, en Guðmundur Steinarsson skoraði eina mark Keflvíkinga. Leikurinn hófst rólega og liðin voru lengi í gang. Eftir um korters leik þá fóru gestirnir í gang og sóttu án afláts. Valur Fannar Gíslason átti fínan skalla sem stefndi beint í markið, en Ómar Jóhannsson sló boltann aftur fyrir markið. Uppúr því fengu Fylkismenn hornspyrnu og þá kom fyrsta mark leiksins. Albert Brynjar Ingason skallaði boltann óverjandi í netið og gestirnir komnir yfir. Næstu mínútur voru gestirnir með öll völd á vellinum og það var eins og að Keflvíkingar væru ekki á vellinum. Fylkismenn fengu nokkur fín færi en ekki fór boltinn í netið. Tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks fengu Keflvíkingar hornspyrnu. Boltanum var spyrnt inn í teig og þar virtist varnarmaður Fylkis brjóta á leikmanni Keflvíkinga. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu, öllum að óvörum og Fylkismenn voru virkilega ósáttir. Guðmundur Steinarsson skoraði örugglega úr spyrnunni og staðan því orðin 1-1. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fengu Fylkismenn einnig vítaspyrnu þegar Hilmar Geir Eiðsson, leikmaður Keflvíkinga, braut á Trausta Birni Ríkarðssyni sem var sloppinn einn í gegn. Ingimundur Níels Óskarsson fór á punktinn og skoraði, en Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga, var í boltanum. Staðan var því 2-1 fyrir Fylki í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var fjörugur í byrjun og liðin sóttu bæði mikið á mark andstæðingsins. Þegar líða tók á síðari hálfleikinn tóku Fylkismenn öll völd á vellinum og fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en það var einn vandi, þeim var fyrirmunað að koma boltanum framhjá Ómari Jóhannssyni í marki Keflvíkinga. Ómar varði oft á tíðum meistaralega einn á móti Fylkismanni og ótrúlegt að gestirnir höfðu aðeins gert tvö mörk. Hvorugu liðinu tókst að skora fleiri mörk í leiknum og því varð niðurstaðan 2-1 sigur Fylkismanna.Keflavík 1 – 2 Fylkir 0-1 Albert Brynjar Ingason (21.) 1-1 Guðmundur Steinarsson, víti (36.) 1-2 Ingimundur Níels Óskarsson, víti (44.) Skot (á mark): 10– 10 (7-8) Varin skot: Ómar 7 – 5Fjalar Horn: 7– 7 Aukaspyrnur fengnar: 18–10 Rangstöður: 1-1 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Fylkismenn sóttu þrjú stig suður með sjó í gær þegar lið bar sigur úr býtum gegn Keflvíkingum, 2-1, á Nettóvellinum. Albert Brynjar Ingason og Ingimundur Níels Óskarsson gerðu mörk Fylkismanna, en Guðmundur Steinarsson skoraði eina mark Keflvíkinga. Leikurinn hófst rólega og liðin voru lengi í gang. Eftir um korters leik þá fóru gestirnir í gang og sóttu án afláts. Valur Fannar Gíslason átti fínan skalla sem stefndi beint í markið, en Ómar Jóhannsson sló boltann aftur fyrir markið. Uppúr því fengu Fylkismenn hornspyrnu og þá kom fyrsta mark leiksins. Albert Brynjar Ingason skallaði boltann óverjandi í netið og gestirnir komnir yfir. Næstu mínútur voru gestirnir með öll völd á vellinum og það var eins og að Keflvíkingar væru ekki á vellinum. Fylkismenn fengu nokkur fín færi en ekki fór boltinn í netið. Tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks fengu Keflvíkingar hornspyrnu. Boltanum var spyrnt inn í teig og þar virtist varnarmaður Fylkis brjóta á leikmanni Keflvíkinga. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu, öllum að óvörum og Fylkismenn voru virkilega ósáttir. Guðmundur Steinarsson skoraði örugglega úr spyrnunni og staðan því orðin 1-1. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fengu Fylkismenn einnig vítaspyrnu þegar Hilmar Geir Eiðsson, leikmaður Keflvíkinga, braut á Trausta Birni Ríkarðssyni sem var sloppinn einn í gegn. Ingimundur Níels Óskarsson fór á punktinn og skoraði, en Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga, var í boltanum. Staðan var því 2-1 fyrir Fylki í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var fjörugur í byrjun og liðin sóttu bæði mikið á mark andstæðingsins. Þegar líða tók á síðari hálfleikinn tóku Fylkismenn öll völd á vellinum og fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en það var einn vandi, þeim var fyrirmunað að koma boltanum framhjá Ómari Jóhannssyni í marki Keflvíkinga. Ómar varði oft á tíðum meistaralega einn á móti Fylkismanni og ótrúlegt að gestirnir höfðu aðeins gert tvö mörk. Hvorugu liðinu tókst að skora fleiri mörk í leiknum og því varð niðurstaðan 2-1 sigur Fylkismanna.Keflavík 1 – 2 Fylkir 0-1 Albert Brynjar Ingason (21.) 1-1 Guðmundur Steinarsson, víti (36.) 1-2 Ingimundur Níels Óskarsson, víti (44.) Skot (á mark): 10– 10 (7-8) Varin skot: Ómar 7 – 5Fjalar Horn: 7– 7 Aukaspyrnur fengnar: 18–10 Rangstöður: 1-1 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira