Umfjöllun: Tryggvi með tvö í öruggum Eyjasigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Víkingsvelli skrifar 29. ágúst 2011 17:00 Tryggvi Guðmundsson Mynd/Anton Tryggva Guðmundssyni vantar nú aðeins eitt mark til að jafna markamet Inga Björns Albertssonar en hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri ÍBV á nýliðum Víkings í Fossvoginum í kvöld. Tryggvi skoraði mörkin sín í fyrri hálfleik - það fyrra úr umdeildri vítaspyrnu. Ian Jeffs skoraði þriðja markið, eftir stoðsendingu Tryggva. Sigurður Egill Lárusson klóraði í bakkann fyrir Víkinga með marki í uppbótartíma. Eyjamenn halda því í við KR-inga á toppi deildarinnar en útlitið dökknar enn hjá Víkingum. Þeir eru enn með átta stig á botni deildarinnar og aðeins fimm leikir til stefnu. Þeir eru að renna út á tíma. Eyjamenn komust yfir strax á sjöundu mínútu í kvöld þegar að Tryggvi skoraði mark úr umdeildri vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Mark Rutgers var dæmdur brotlegur en hann virtist stjaka við Tryggva með þeim afleiðingum að Magnús Þórisson dómari dæmdi á punktinn. Fyrir nokkrum dögum lenti Tryggvi í álíka atviki á KR-vellinum en þá fékk hann ekki víti. Víkingar voru nokkra mínútur að jafna sig á markinu en þegar þeir gerðu það fóru þeir að spila glimrandi fínan fótbolta. Þeir stóðu hápressu Eyjamanna af sér og komu sér í nokkur álitleg fær en án þess þó að koma boltanum í markið. Síðasti stundarfjórðungurinn var þó að mestu eign Eyjamanna. Þeir róuðu sinn leik og fóru varlega með boltann þegar þeir fengu hann. Eyjamenn náðu að byggja upp nokkrar álitlegar sóknir og eftir eina slíka náði Tryggvi að skora öðru sinni. Boltinn barst inn á teig og náði Tryggvi að setja hann yfir Magnús Þormar sem var á leið út úr markinu. Boltinn var líklega kominn yfir línuna þegar Sigurður Egill Lárusson reyndi að hreinsa frá marki en það skipti engu - boltinn fór í slána og aftur inn. Tómas Ingi Tómasson, þjálfari Víkings í fjarveru Bjarnólfs Lárussonar, neyddist til að gera tvær breytingar á liði sínu vegna meiðsla þeirra Helga Sigurðssonar og Halldórs Smára Sigurðssonar. Þær breytingar höfðu enn fremur í för með sér miklar tilfærslur og breytingar innan Víkingsliðsins sem átti algjörlega eftir að riðla leik þess. Víkingar stilltu upp í þriggja manna vörn með það að markmiði að sækja en um leið opnuðust allar flóðgáttir fyrir gestina. Eyjamenn gengu algerlega á lagið og raun með ólíkindum að þeir skoruðu ekki nema eitt mark í síðari hálfleik. Það gerðu þeir eftir snotra sókn. Guðmundur Þórarinsson byrjaði með boltann á vinstri kantinum, hann gaf á Tryggva sem framlengdi boltann út á Jeffs sem var dauðafrír hægra megin. Skoraði hann með laglegu skoti og var þar með sigurinn innsiglaður. Eftir markið sótti ÍBV nánast án afláts en það voru reyndar Víkingar sem áttu eftir að skora eina markið eftir þetta. Þar var að verki Sigurður Egill Lárusson með glæsilegu skoti utan vítateigs, neðst í markhornið fjær. Það reyndist þó heldur lítil sárabót fyrir lánlausa Víkinga. Tryggvi fékk fjölmörg tækifæri í seinni hálfleik til að jafna markamet Inga Björns en allt kom fyrir ekki. Magnús Þormar átti þokkalegan dag í marki Víkinga og bjargaði því sem bjargað var. Hið sama er ekki hægt að segja um varnarlínu Víkinga sem átti í stökustu vandræðum allan leikinn. Eyjamenn áttu sigurinn skilið í þessum leik - um það er engum blöðum að fletta. Þeir spiluðu á köflum virkilega vel og sýndu mikla einbeitingu og kraft. Þeir ætla ekki að gefa tommu eftir í lokasprettinum um Íslandsmeistaratitilinn.ÍBV – Víkingur 3-1 Dómari: Magnús Þórisson (7) Skot (á mark): 9–20 (6-7) Varin skot: Magnús 4 – Albert 4 Hornspyrnur: 2–10 Aukaspyrnur fengnar: 14–11 Rangstöður: 7–6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira
Tryggva Guðmundssyni vantar nú aðeins eitt mark til að jafna markamet Inga Björns Albertssonar en hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri ÍBV á nýliðum Víkings í Fossvoginum í kvöld. Tryggvi skoraði mörkin sín í fyrri hálfleik - það fyrra úr umdeildri vítaspyrnu. Ian Jeffs skoraði þriðja markið, eftir stoðsendingu Tryggva. Sigurður Egill Lárusson klóraði í bakkann fyrir Víkinga með marki í uppbótartíma. Eyjamenn halda því í við KR-inga á toppi deildarinnar en útlitið dökknar enn hjá Víkingum. Þeir eru enn með átta stig á botni deildarinnar og aðeins fimm leikir til stefnu. Þeir eru að renna út á tíma. Eyjamenn komust yfir strax á sjöundu mínútu í kvöld þegar að Tryggvi skoraði mark úr umdeildri vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Mark Rutgers var dæmdur brotlegur en hann virtist stjaka við Tryggva með þeim afleiðingum að Magnús Þórisson dómari dæmdi á punktinn. Fyrir nokkrum dögum lenti Tryggvi í álíka atviki á KR-vellinum en þá fékk hann ekki víti. Víkingar voru nokkra mínútur að jafna sig á markinu en þegar þeir gerðu það fóru þeir að spila glimrandi fínan fótbolta. Þeir stóðu hápressu Eyjamanna af sér og komu sér í nokkur álitleg fær en án þess þó að koma boltanum í markið. Síðasti stundarfjórðungurinn var þó að mestu eign Eyjamanna. Þeir róuðu sinn leik og fóru varlega með boltann þegar þeir fengu hann. Eyjamenn náðu að byggja upp nokkrar álitlegar sóknir og eftir eina slíka náði Tryggvi að skora öðru sinni. Boltinn barst inn á teig og náði Tryggvi að setja hann yfir Magnús Þormar sem var á leið út úr markinu. Boltinn var líklega kominn yfir línuna þegar Sigurður Egill Lárusson reyndi að hreinsa frá marki en það skipti engu - boltinn fór í slána og aftur inn. Tómas Ingi Tómasson, þjálfari Víkings í fjarveru Bjarnólfs Lárussonar, neyddist til að gera tvær breytingar á liði sínu vegna meiðsla þeirra Helga Sigurðssonar og Halldórs Smára Sigurðssonar. Þær breytingar höfðu enn fremur í för með sér miklar tilfærslur og breytingar innan Víkingsliðsins sem átti algjörlega eftir að riðla leik þess. Víkingar stilltu upp í þriggja manna vörn með það að markmiði að sækja en um leið opnuðust allar flóðgáttir fyrir gestina. Eyjamenn gengu algerlega á lagið og raun með ólíkindum að þeir skoruðu ekki nema eitt mark í síðari hálfleik. Það gerðu þeir eftir snotra sókn. Guðmundur Þórarinsson byrjaði með boltann á vinstri kantinum, hann gaf á Tryggva sem framlengdi boltann út á Jeffs sem var dauðafrír hægra megin. Skoraði hann með laglegu skoti og var þar með sigurinn innsiglaður. Eftir markið sótti ÍBV nánast án afláts en það voru reyndar Víkingar sem áttu eftir að skora eina markið eftir þetta. Þar var að verki Sigurður Egill Lárusson með glæsilegu skoti utan vítateigs, neðst í markhornið fjær. Það reyndist þó heldur lítil sárabót fyrir lánlausa Víkinga. Tryggvi fékk fjölmörg tækifæri í seinni hálfleik til að jafna markamet Inga Björns en allt kom fyrir ekki. Magnús Þormar átti þokkalegan dag í marki Víkinga og bjargaði því sem bjargað var. Hið sama er ekki hægt að segja um varnarlínu Víkinga sem átti í stökustu vandræðum allan leikinn. Eyjamenn áttu sigurinn skilið í þessum leik - um það er engum blöðum að fletta. Þeir spiluðu á köflum virkilega vel og sýndu mikla einbeitingu og kraft. Þeir ætla ekki að gefa tommu eftir í lokasprettinum um Íslandsmeistaratitilinn.ÍBV – Víkingur 3-1 Dómari: Magnús Þórisson (7) Skot (á mark): 9–20 (6-7) Varin skot: Magnús 4 – Albert 4 Hornspyrnur: 2–10 Aukaspyrnur fengnar: 14–11 Rangstöður: 7–6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira