Umfjöllun: Tryggvi með tvö í öruggum Eyjasigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Víkingsvelli skrifar 29. ágúst 2011 17:00 Tryggvi Guðmundsson Mynd/Anton Tryggva Guðmundssyni vantar nú aðeins eitt mark til að jafna markamet Inga Björns Albertssonar en hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri ÍBV á nýliðum Víkings í Fossvoginum í kvöld. Tryggvi skoraði mörkin sín í fyrri hálfleik - það fyrra úr umdeildri vítaspyrnu. Ian Jeffs skoraði þriðja markið, eftir stoðsendingu Tryggva. Sigurður Egill Lárusson klóraði í bakkann fyrir Víkinga með marki í uppbótartíma. Eyjamenn halda því í við KR-inga á toppi deildarinnar en útlitið dökknar enn hjá Víkingum. Þeir eru enn með átta stig á botni deildarinnar og aðeins fimm leikir til stefnu. Þeir eru að renna út á tíma. Eyjamenn komust yfir strax á sjöundu mínútu í kvöld þegar að Tryggvi skoraði mark úr umdeildri vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Mark Rutgers var dæmdur brotlegur en hann virtist stjaka við Tryggva með þeim afleiðingum að Magnús Þórisson dómari dæmdi á punktinn. Fyrir nokkrum dögum lenti Tryggvi í álíka atviki á KR-vellinum en þá fékk hann ekki víti. Víkingar voru nokkra mínútur að jafna sig á markinu en þegar þeir gerðu það fóru þeir að spila glimrandi fínan fótbolta. Þeir stóðu hápressu Eyjamanna af sér og komu sér í nokkur álitleg fær en án þess þó að koma boltanum í markið. Síðasti stundarfjórðungurinn var þó að mestu eign Eyjamanna. Þeir róuðu sinn leik og fóru varlega með boltann þegar þeir fengu hann. Eyjamenn náðu að byggja upp nokkrar álitlegar sóknir og eftir eina slíka náði Tryggvi að skora öðru sinni. Boltinn barst inn á teig og náði Tryggvi að setja hann yfir Magnús Þormar sem var á leið út úr markinu. Boltinn var líklega kominn yfir línuna þegar Sigurður Egill Lárusson reyndi að hreinsa frá marki en það skipti engu - boltinn fór í slána og aftur inn. Tómas Ingi Tómasson, þjálfari Víkings í fjarveru Bjarnólfs Lárussonar, neyddist til að gera tvær breytingar á liði sínu vegna meiðsla þeirra Helga Sigurðssonar og Halldórs Smára Sigurðssonar. Þær breytingar höfðu enn fremur í för með sér miklar tilfærslur og breytingar innan Víkingsliðsins sem átti algjörlega eftir að riðla leik þess. Víkingar stilltu upp í þriggja manna vörn með það að markmiði að sækja en um leið opnuðust allar flóðgáttir fyrir gestina. Eyjamenn gengu algerlega á lagið og raun með ólíkindum að þeir skoruðu ekki nema eitt mark í síðari hálfleik. Það gerðu þeir eftir snotra sókn. Guðmundur Þórarinsson byrjaði með boltann á vinstri kantinum, hann gaf á Tryggva sem framlengdi boltann út á Jeffs sem var dauðafrír hægra megin. Skoraði hann með laglegu skoti og var þar með sigurinn innsiglaður. Eftir markið sótti ÍBV nánast án afláts en það voru reyndar Víkingar sem áttu eftir að skora eina markið eftir þetta. Þar var að verki Sigurður Egill Lárusson með glæsilegu skoti utan vítateigs, neðst í markhornið fjær. Það reyndist þó heldur lítil sárabót fyrir lánlausa Víkinga. Tryggvi fékk fjölmörg tækifæri í seinni hálfleik til að jafna markamet Inga Björns en allt kom fyrir ekki. Magnús Þormar átti þokkalegan dag í marki Víkinga og bjargaði því sem bjargað var. Hið sama er ekki hægt að segja um varnarlínu Víkinga sem átti í stökustu vandræðum allan leikinn. Eyjamenn áttu sigurinn skilið í þessum leik - um það er engum blöðum að fletta. Þeir spiluðu á köflum virkilega vel og sýndu mikla einbeitingu og kraft. Þeir ætla ekki að gefa tommu eftir í lokasprettinum um Íslandsmeistaratitilinn.ÍBV – Víkingur 3-1 Dómari: Magnús Þórisson (7) Skot (á mark): 9–20 (6-7) Varin skot: Magnús 4 – Albert 4 Hornspyrnur: 2–10 Aukaspyrnur fengnar: 14–11 Rangstöður: 7–6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Tryggva Guðmundssyni vantar nú aðeins eitt mark til að jafna markamet Inga Björns Albertssonar en hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri ÍBV á nýliðum Víkings í Fossvoginum í kvöld. Tryggvi skoraði mörkin sín í fyrri hálfleik - það fyrra úr umdeildri vítaspyrnu. Ian Jeffs skoraði þriðja markið, eftir stoðsendingu Tryggva. Sigurður Egill Lárusson klóraði í bakkann fyrir Víkinga með marki í uppbótartíma. Eyjamenn halda því í við KR-inga á toppi deildarinnar en útlitið dökknar enn hjá Víkingum. Þeir eru enn með átta stig á botni deildarinnar og aðeins fimm leikir til stefnu. Þeir eru að renna út á tíma. Eyjamenn komust yfir strax á sjöundu mínútu í kvöld þegar að Tryggvi skoraði mark úr umdeildri vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Mark Rutgers var dæmdur brotlegur en hann virtist stjaka við Tryggva með þeim afleiðingum að Magnús Þórisson dómari dæmdi á punktinn. Fyrir nokkrum dögum lenti Tryggvi í álíka atviki á KR-vellinum en þá fékk hann ekki víti. Víkingar voru nokkra mínútur að jafna sig á markinu en þegar þeir gerðu það fóru þeir að spila glimrandi fínan fótbolta. Þeir stóðu hápressu Eyjamanna af sér og komu sér í nokkur álitleg fær en án þess þó að koma boltanum í markið. Síðasti stundarfjórðungurinn var þó að mestu eign Eyjamanna. Þeir róuðu sinn leik og fóru varlega með boltann þegar þeir fengu hann. Eyjamenn náðu að byggja upp nokkrar álitlegar sóknir og eftir eina slíka náði Tryggvi að skora öðru sinni. Boltinn barst inn á teig og náði Tryggvi að setja hann yfir Magnús Þormar sem var á leið út úr markinu. Boltinn var líklega kominn yfir línuna þegar Sigurður Egill Lárusson reyndi að hreinsa frá marki en það skipti engu - boltinn fór í slána og aftur inn. Tómas Ingi Tómasson, þjálfari Víkings í fjarveru Bjarnólfs Lárussonar, neyddist til að gera tvær breytingar á liði sínu vegna meiðsla þeirra Helga Sigurðssonar og Halldórs Smára Sigurðssonar. Þær breytingar höfðu enn fremur í för með sér miklar tilfærslur og breytingar innan Víkingsliðsins sem átti algjörlega eftir að riðla leik þess. Víkingar stilltu upp í þriggja manna vörn með það að markmiði að sækja en um leið opnuðust allar flóðgáttir fyrir gestina. Eyjamenn gengu algerlega á lagið og raun með ólíkindum að þeir skoruðu ekki nema eitt mark í síðari hálfleik. Það gerðu þeir eftir snotra sókn. Guðmundur Þórarinsson byrjaði með boltann á vinstri kantinum, hann gaf á Tryggva sem framlengdi boltann út á Jeffs sem var dauðafrír hægra megin. Skoraði hann með laglegu skoti og var þar með sigurinn innsiglaður. Eftir markið sótti ÍBV nánast án afláts en það voru reyndar Víkingar sem áttu eftir að skora eina markið eftir þetta. Þar var að verki Sigurður Egill Lárusson með glæsilegu skoti utan vítateigs, neðst í markhornið fjær. Það reyndist þó heldur lítil sárabót fyrir lánlausa Víkinga. Tryggvi fékk fjölmörg tækifæri í seinni hálfleik til að jafna markamet Inga Björns en allt kom fyrir ekki. Magnús Þormar átti þokkalegan dag í marki Víkinga og bjargaði því sem bjargað var. Hið sama er ekki hægt að segja um varnarlínu Víkinga sem átti í stökustu vandræðum allan leikinn. Eyjamenn áttu sigurinn skilið í þessum leik - um það er engum blöðum að fletta. Þeir spiluðu á köflum virkilega vel og sýndu mikla einbeitingu og kraft. Þeir ætla ekki að gefa tommu eftir í lokasprettinum um Íslandsmeistaratitilinn.ÍBV – Víkingur 3-1 Dómari: Magnús Þórisson (7) Skot (á mark): 9–20 (6-7) Varin skot: Magnús 4 – Albert 4 Hornspyrnur: 2–10 Aukaspyrnur fengnar: 14–11 Rangstöður: 7–6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira