Enski boltinn

Hörmuleg byrjun á keppnistímabilinu hjá Bebe

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bebe lék einn leik með United í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð og skoraði.
Bebe lék einn leik með United í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð og skoraði. Nordic Photos/Getty
Portúgalski kantmaðurinn Bebe meiddist í U21 landsleik Portúgala og Slóvaka á þriðjudagskvöld. Nú lítur út fyrir að Bebe hafi slitið fremra krossband í hné og verði frá keppni í hálft ár.

Kaup Manchester United á Bebe eru ein þau skrýtnustu sem Sir Alex Ferguson hefur gert á 25 ára starfsævi sinni hjá ensku meisturunum. Bebe kom á 7,4 milljónir punda frá Vitoria de Guimaraes í Portúgal en spilaði aðeins sjö leiki með United á síðustu leiktíð. Flesta í deildabikarnum.

Bebe var nýverið lánaður til tyrkneska félagsins Besiktas í eitt ár. Tyrkirnir hafa þegar verið í sambandi við United um það hvar best sé fyrir Portúgalann að fara í uppskurð.

Viðureign Portúgala og Slóvaka lauk með 1-1 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×