Innlent

Nýtt Skaftárhlaup gæti náð hámarki í byggð á föstudag

Boði Logason skrifar
Skaftárhlaup
Skaftárhlaup Mynd úr safni

Ef aur heldur áfram að aukast mikið í Skaftá við Sveinstind er búist við að Skaftárhlaup nái hámarki í byggð á föstudag. Nú hafa fyrstu merki hafa komið fram á mælum Veðurstofunnar að hlaup geti verið að hefjast úr Eystri-Skaftárkatli. Órói hefur mælst á jarðskjálftamælum í kringum Vestanverðan Vatnajökul frá því fljótlega eftir miðnætti í nótt.



Þó hefur vatn úr Eystri katlinum enn ekki komið fram á mælum við Sveinstind.



Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að þar sem stutt sé síðan hljóp úr katlinum síðast er ekki búist við stóru hlaupi, en það verður þó töluvert stærra en hlaupið úr Vestari katlinum sem nú er að ganga niður. Vegurinn í Skaftárdal mun væntanlega lokast og eins gæti vatn flætt yfir Skaftártunguveg við Hvamm og veginn við Hólaskjól á Fjallabaksleið Nyrðri í hármki flóðsins.



Fólki er ráðlagt að vera ekki nálægt upptökum Skaftár eða í lægðum meðfram henni vegna mengunar af völdum brennisteinsvetnis, en brennisteinsvetni getur skaðað slímhúðir í augum og öndunarvegi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×