Formaður Þjóðhátíðarnefndar: Niðurlægjandi að sitja undir froðusnakki 5. ágúst 2011 09:22 "Eyjamenn leiða dætur sínar í Herjólfsdal. Þeir eru ekki að leiða þær í gin ljónsins," segir Páll „Að halda því fram Eyjamenn velji til að stjórna hátíðinni, menn sem stjórnist af gróðasjónarmiðum, styðji nauðgunarmenningu og eru skjól fyrir kynferðisbrotamenn, er óráðshjal. Það er niðurlægjandi fyrir Vestmannaeyinga að sitja undir jafn ömurlegu froðusnakki." Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Páll Scheving Ingvarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, hefur sent frá sér í því tilefni að Þjóðhátíð er lokið. Þar segir hann tvö atriði standa upp úr. „Góð og vond. Framkvæmd 14.000 manna hátíðar gengur mjög vel þrátt fyrir erfið veðurskilyrði, glæsilegri dagsskrá er vel skilað í nýrri umgjörð, það er jákvæða hliðin. Sú neikvæða er að meðal gesta á hátíðinni leynast fársjúkir einstaklingar. Einstaklingar sem gera fólskulega árás á saklausa gesti. Árás sem opnar djúpt sár og skilur eftir ljótt ör á sálinni. Ófyrirgefanlegt. Þolendum og aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð," segir í yfirlýsingunni. Sem kunnugt er hafa tvær nauðganir sem áttu sér stað á Þjóðhátíð verið kærðar og vitað er um fjórar nauðganir til viðbótar sem áttu sér stað á hátíðinni. Páll sætti nokkurri gagnrýni fyrir hátíðina í ár eftir að hann sagði Stígamót nærast á kynferðisbrotum og að hann teldi ekki þörf á að þau væru á Þjóðhátíð í ár til að sinna forvarnarstarfi og taka á móti fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Í yfirlýsingunni þakkar Páll þeim sem komu að framkvæmt og undirbúningi Þjóðhátíðar fyrir gott starf. „Og minna á það í leiðinni að útilokað er að færa ábyrgð þeirra voðaverka sem framin voru í Herjólfsdal á heiðarlega, harðduglega og heilbrigða starfsmenn hátíðarinnar. Gerandinn skal bera ábyrgðina," segir hann. Páll er bendir á að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sé fjölskylduhátið sem haldin hefur verið frá árinu 1874. „Eyjamenn leiða dætur sínar í Herjólfsdal. Þeir eru ekki að leiða þær í gin ljónsins. Allt kapp er lagt á að tryggja öryggi gesta. Öryggisþátturinn er í stöðugri þróun og endurskoðun," segir hann. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Að halda því fram Eyjamenn velji til að stjórna hátíðinni, menn sem stjórnist af gróðasjónarmiðum, styðji nauðgunarmenningu og eru skjól fyrir kynferðisbrotamenn, er óráðshjal. Það er niðurlægjandi fyrir Vestmannaeyinga að sitja undir jafn ömurlegu froðusnakki." Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Páll Scheving Ingvarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, hefur sent frá sér í því tilefni að Þjóðhátíð er lokið. Þar segir hann tvö atriði standa upp úr. „Góð og vond. Framkvæmd 14.000 manna hátíðar gengur mjög vel þrátt fyrir erfið veðurskilyrði, glæsilegri dagsskrá er vel skilað í nýrri umgjörð, það er jákvæða hliðin. Sú neikvæða er að meðal gesta á hátíðinni leynast fársjúkir einstaklingar. Einstaklingar sem gera fólskulega árás á saklausa gesti. Árás sem opnar djúpt sár og skilur eftir ljótt ör á sálinni. Ófyrirgefanlegt. Þolendum og aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð," segir í yfirlýsingunni. Sem kunnugt er hafa tvær nauðganir sem áttu sér stað á Þjóðhátíð verið kærðar og vitað er um fjórar nauðganir til viðbótar sem áttu sér stað á hátíðinni. Páll sætti nokkurri gagnrýni fyrir hátíðina í ár eftir að hann sagði Stígamót nærast á kynferðisbrotum og að hann teldi ekki þörf á að þau væru á Þjóðhátíð í ár til að sinna forvarnarstarfi og taka á móti fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Í yfirlýsingunni þakkar Páll þeim sem komu að framkvæmt og undirbúningi Þjóðhátíðar fyrir gott starf. „Og minna á það í leiðinni að útilokað er að færa ábyrgð þeirra voðaverka sem framin voru í Herjólfsdal á heiðarlega, harðduglega og heilbrigða starfsmenn hátíðarinnar. Gerandinn skal bera ábyrgðina," segir hann. Páll er bendir á að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sé fjölskylduhátið sem haldin hefur verið frá árinu 1874. „Eyjamenn leiða dætur sínar í Herjólfsdal. Þeir eru ekki að leiða þær í gin ljónsins. Allt kapp er lagt á að tryggja öryggi gesta. Öryggisþátturinn er í stöðugri þróun og endurskoðun," segir hann.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira