Enski boltinn

Carew kominn til West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carew á æfingu með norska landsliðinu.
Carew á æfingu með norska landsliðinu. Mynd/Anton
John Carew gekk í dag til liðs við enska B-deildarfélagið West Ham. Hann var síðast á mála hjá Aston Villa en samningur hans rann út í lok síðasta tímabils.

Carew gekkst undir læknisskoðun hjá West Ham í dag og skrifaði svo undir samning við félagið.

Hann er 31 árs gamall og var í láni hjá Stoke á síðari hluta síðasta tímabils.

West Ham féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor en réði svo Sam Allardyce sem knattspyrnustjóra. Hann hefur fengið fimm nýja leikmenn til félagsins í sumar og ætlar því að komast aftur upp í deild þeirra bestu strax á næsta ári.

Carew má þó ekki spila með liðinu þegar það mætir Cardiff í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×