Enski boltinn

Capello búinn að velja landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Scott Parker er í enska landsliðinu.
Scott Parker er í enska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Andy Carroll og Scott Parker eru báðir í enska landsliðinu sem mætir Hollandi í vináttulandsleik á miðvikudagskvöldið.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari, tilkynnti hvaða 25 leikmenn voru valdir í landsliðið og koma ellefu þeirra úr Manchester-liðunum United og City.

Carroll skoraði í dag fyrir Liverpool sem vann 2-0 sigur á Valencia í æfingaleik og Parker er valinn þrátt fyrir að lið hans, West Ham, er komið í ensku B-deildina.

Micah Richards, Danny Welbeck og Kyle Walker eru einnig í landsliðinu að þessu sinni:

Leikmannahópurinn:

Markverðir: Robert Green, Joe Hart, David Stockdale.

Varnarmenn: Leighton Baines, Gary Cahill, Ashley Cole, Rio Ferdinand, Phil Jagielka, Joleon Lescott, Micah Richards, John Terry, Kyle Walker.

Miðvallarleikmenn: Gareth Barry, Michael Carrick, Stewart Downing, Adam Johnson, Frank Lampard, James Milner, Scott Parker, Jack Wilshere, Ashley Young.

Sóknarmenn: Andy Carroll, Peter Crouch, Wayne Rooney, Danny Welbeck.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×