Innlent

Greinilegt að hlaup hefur orðið

Frá eldra Skaftárhlaupi. Mynd/ Jón G Sigurðsson
Frá eldra Skaftárhlaupi. Mynd/ Jón G Sigurðsson

Enn hafa menn ekki orðið varir við hlaupið úr Skaftá í byggð. Flugmaður sem flaug yfir Vatnajökul í morgun segir greinilegt að hlaup hafi orðið í vestari katlinum. Veðurstofan segist alltaf hafa búist við því að hlaupið yrði lítið.



Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar hefur rafleiðnin í vatninu heldur aukist en hitt, frá því í gærkvöldi, en á móti hefur heldur dregið úr gruggi. Vatnsrennslið sjáflt hefur ekki aukist umfram það sem gera má ráð fyrir vegna rigninga á svæðinu og hlaupóróa verður ekki vart. Vísindamenn telja að muni ekki valda tjóni, því hlaup varð úr báðum kötlunum í jöklinum í fyrarsumar, þannig að þar hefur ekki hlaðist upp mikið vatn síðan þá.



Almannavarnir vöruðu í gærmorgun við að Skaftárhlaup gæti verið að hefjast og var fólk varað við að vera við upptök árinnar og í lægðum við hana vegna hættulegra lofttegunda, og stendur sú viðvörun enn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×