Geimverur loka náttúruperlu 13. júlí 2011 09:33 Leikstjórinn Ridley Scott. Tökur á myndinni hófust á mánudag en tökur við Dettifoss fara fram síðast í mánuðinum. Mynd/Getty Aðgangur almennings að Dettifossi verður takmarkaður í tvo daga á meðan tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, fara fram síðar í mánuðinum. Tökur á myndinni hófust á mánudag við rætur Heklu. Hundruð ferðamanna koma að fossinum dag hvern. Tvær leiðir eru þeim venjulega opnar, vesturleiðin sem heyrir undir Vatnajökulsþjóðgarð og austurleiðin sem heyrir undir Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun hefur gefið grænt ljós á tökur austan megin við fossinn og verður lokað fyrir aðgang þar. Umsókn um tökur vestan megin er enn á borði þjóðgarðsvarðar en verður afgreidd síðar í vikunni. Verði hún samþykkt verður aðgengi takmarkað og gömul leið opnuð. „Takmarkanir munu ekki hafa nein afgerandi áhrif á ferðamennsku á svæðinu," segir Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður. Tökuliðið hefur gengist undir skilyrði sem Umhverfisstofnun setur, meðal annars að skila þurfi svæðinu jafngóðu ef ekki betra en það var áður en tökur hófust. Þór Kjartansson, starfsmaður íslenska fyrirtækisins True North sem vinnur að myndinni, segir að lítið sem ekkert verði raskað við náttúrunni við Dettifoss enda tökustaðurinn náttúruvætti. Hann segir fyrirtækið hafa átt gott samstarf við Umhverfisstofnun, starfsmenn þjóðgarðsins, sveitarfélög, sýslumenn og ferðaþjónustuaðila. Um 360 manns koma að verkefninu, þar af 160 Íslendingar. - kh, jab Tengdar fréttir Ridley Scott og félagar sprengja í Rangárþingi ytra Breski leikstjórinn Ridley Scott hefur fengið leyfi til sprenginga frá 5. júlí til 1. ágúst við Dómadalsleið samkvæmt fundargerð hreppsnefndar Rangárþings ytra. Í fundargerðinni kemur jafnframt fram að aðeins verði sprengt þrjá daga innan þess tímaramma. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru sprengingarnar ekki stórar heldur eru einungis hugsaðar sjónrænt fyrir tökuvélarnar. 12. júlí 2011 10:00 Stórstjörnur við Heklu „Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi. 11. júlí 2011 09:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur Sverrisdóttir hættir sem formaður þingflokksins Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Aðgangur almennings að Dettifossi verður takmarkaður í tvo daga á meðan tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, fara fram síðar í mánuðinum. Tökur á myndinni hófust á mánudag við rætur Heklu. Hundruð ferðamanna koma að fossinum dag hvern. Tvær leiðir eru þeim venjulega opnar, vesturleiðin sem heyrir undir Vatnajökulsþjóðgarð og austurleiðin sem heyrir undir Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun hefur gefið grænt ljós á tökur austan megin við fossinn og verður lokað fyrir aðgang þar. Umsókn um tökur vestan megin er enn á borði þjóðgarðsvarðar en verður afgreidd síðar í vikunni. Verði hún samþykkt verður aðgengi takmarkað og gömul leið opnuð. „Takmarkanir munu ekki hafa nein afgerandi áhrif á ferðamennsku á svæðinu," segir Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður. Tökuliðið hefur gengist undir skilyrði sem Umhverfisstofnun setur, meðal annars að skila þurfi svæðinu jafngóðu ef ekki betra en það var áður en tökur hófust. Þór Kjartansson, starfsmaður íslenska fyrirtækisins True North sem vinnur að myndinni, segir að lítið sem ekkert verði raskað við náttúrunni við Dettifoss enda tökustaðurinn náttúruvætti. Hann segir fyrirtækið hafa átt gott samstarf við Umhverfisstofnun, starfsmenn þjóðgarðsins, sveitarfélög, sýslumenn og ferðaþjónustuaðila. Um 360 manns koma að verkefninu, þar af 160 Íslendingar. - kh, jab
Tengdar fréttir Ridley Scott og félagar sprengja í Rangárþingi ytra Breski leikstjórinn Ridley Scott hefur fengið leyfi til sprenginga frá 5. júlí til 1. ágúst við Dómadalsleið samkvæmt fundargerð hreppsnefndar Rangárþings ytra. Í fundargerðinni kemur jafnframt fram að aðeins verði sprengt þrjá daga innan þess tímaramma. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru sprengingarnar ekki stórar heldur eru einungis hugsaðar sjónrænt fyrir tökuvélarnar. 12. júlí 2011 10:00 Stórstjörnur við Heklu „Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi. 11. júlí 2011 09:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur Sverrisdóttir hættir sem formaður þingflokksins Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Ridley Scott og félagar sprengja í Rangárþingi ytra Breski leikstjórinn Ridley Scott hefur fengið leyfi til sprenginga frá 5. júlí til 1. ágúst við Dómadalsleið samkvæmt fundargerð hreppsnefndar Rangárþings ytra. Í fundargerðinni kemur jafnframt fram að aðeins verði sprengt þrjá daga innan þess tímaramma. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru sprengingarnar ekki stórar heldur eru einungis hugsaðar sjónrænt fyrir tökuvélarnar. 12. júlí 2011 10:00
Stórstjörnur við Heklu „Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi. 11. júlí 2011 09:00