Geimverur loka náttúruperlu 13. júlí 2011 09:33 Leikstjórinn Ridley Scott. Tökur á myndinni hófust á mánudag en tökur við Dettifoss fara fram síðast í mánuðinum. Mynd/Getty Aðgangur almennings að Dettifossi verður takmarkaður í tvo daga á meðan tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, fara fram síðar í mánuðinum. Tökur á myndinni hófust á mánudag við rætur Heklu. Hundruð ferðamanna koma að fossinum dag hvern. Tvær leiðir eru þeim venjulega opnar, vesturleiðin sem heyrir undir Vatnajökulsþjóðgarð og austurleiðin sem heyrir undir Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun hefur gefið grænt ljós á tökur austan megin við fossinn og verður lokað fyrir aðgang þar. Umsókn um tökur vestan megin er enn á borði þjóðgarðsvarðar en verður afgreidd síðar í vikunni. Verði hún samþykkt verður aðgengi takmarkað og gömul leið opnuð. „Takmarkanir munu ekki hafa nein afgerandi áhrif á ferðamennsku á svæðinu," segir Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður. Tökuliðið hefur gengist undir skilyrði sem Umhverfisstofnun setur, meðal annars að skila þurfi svæðinu jafngóðu ef ekki betra en það var áður en tökur hófust. Þór Kjartansson, starfsmaður íslenska fyrirtækisins True North sem vinnur að myndinni, segir að lítið sem ekkert verði raskað við náttúrunni við Dettifoss enda tökustaðurinn náttúruvætti. Hann segir fyrirtækið hafa átt gott samstarf við Umhverfisstofnun, starfsmenn þjóðgarðsins, sveitarfélög, sýslumenn og ferðaþjónustuaðila. Um 360 manns koma að verkefninu, þar af 160 Íslendingar. - kh, jab Tengdar fréttir Ridley Scott og félagar sprengja í Rangárþingi ytra Breski leikstjórinn Ridley Scott hefur fengið leyfi til sprenginga frá 5. júlí til 1. ágúst við Dómadalsleið samkvæmt fundargerð hreppsnefndar Rangárþings ytra. Í fundargerðinni kemur jafnframt fram að aðeins verði sprengt þrjá daga innan þess tímaramma. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru sprengingarnar ekki stórar heldur eru einungis hugsaðar sjónrænt fyrir tökuvélarnar. 12. júlí 2011 10:00 Stórstjörnur við Heklu „Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi. 11. júlí 2011 09:00 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Sjá meira
Aðgangur almennings að Dettifossi verður takmarkaður í tvo daga á meðan tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, fara fram síðar í mánuðinum. Tökur á myndinni hófust á mánudag við rætur Heklu. Hundruð ferðamanna koma að fossinum dag hvern. Tvær leiðir eru þeim venjulega opnar, vesturleiðin sem heyrir undir Vatnajökulsþjóðgarð og austurleiðin sem heyrir undir Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun hefur gefið grænt ljós á tökur austan megin við fossinn og verður lokað fyrir aðgang þar. Umsókn um tökur vestan megin er enn á borði þjóðgarðsvarðar en verður afgreidd síðar í vikunni. Verði hún samþykkt verður aðgengi takmarkað og gömul leið opnuð. „Takmarkanir munu ekki hafa nein afgerandi áhrif á ferðamennsku á svæðinu," segir Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður. Tökuliðið hefur gengist undir skilyrði sem Umhverfisstofnun setur, meðal annars að skila þurfi svæðinu jafngóðu ef ekki betra en það var áður en tökur hófust. Þór Kjartansson, starfsmaður íslenska fyrirtækisins True North sem vinnur að myndinni, segir að lítið sem ekkert verði raskað við náttúrunni við Dettifoss enda tökustaðurinn náttúruvætti. Hann segir fyrirtækið hafa átt gott samstarf við Umhverfisstofnun, starfsmenn þjóðgarðsins, sveitarfélög, sýslumenn og ferðaþjónustuaðila. Um 360 manns koma að verkefninu, þar af 160 Íslendingar. - kh, jab
Tengdar fréttir Ridley Scott og félagar sprengja í Rangárþingi ytra Breski leikstjórinn Ridley Scott hefur fengið leyfi til sprenginga frá 5. júlí til 1. ágúst við Dómadalsleið samkvæmt fundargerð hreppsnefndar Rangárþings ytra. Í fundargerðinni kemur jafnframt fram að aðeins verði sprengt þrjá daga innan þess tímaramma. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru sprengingarnar ekki stórar heldur eru einungis hugsaðar sjónrænt fyrir tökuvélarnar. 12. júlí 2011 10:00 Stórstjörnur við Heklu „Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi. 11. júlí 2011 09:00 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Sjá meira
Ridley Scott og félagar sprengja í Rangárþingi ytra Breski leikstjórinn Ridley Scott hefur fengið leyfi til sprenginga frá 5. júlí til 1. ágúst við Dómadalsleið samkvæmt fundargerð hreppsnefndar Rangárþings ytra. Í fundargerðinni kemur jafnframt fram að aðeins verði sprengt þrjá daga innan þess tímaramma. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru sprengingarnar ekki stórar heldur eru einungis hugsaðar sjónrænt fyrir tökuvélarnar. 12. júlí 2011 10:00
Stórstjörnur við Heklu „Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi. 11. júlí 2011 09:00