Dómari í Exeter málinu tengdur Byr SB skrifar 30. júní 2011 18:30 Einn af dómurunum í Exeter málinu starfar sem forstöðumaður lögfræðisviðs í fyrirtæki þar sem stærsti eigandinn er Byr. Ekki var farið fram á vanhæfi hans vegna þessa. Sýknudómurinn í Exeter málinu hefur vakið hörð viðbrögð en þeir Jón Þorstein Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur og skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. Málið snerist um viðskiptafléttu þar sem Byr lánaði félaginu Exeter yfir milljarð króna til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr, af MP banka og tveimur hinna ákærðu, með engin veð nema bréfin sjálf. Þeir Arngrímur Ísberg Héraðsdómari og Einar Ingimundarson sýknuðu hina ákærðu af öllum ákæruliðum meðan Ragnheiður Harðardóttir skilaði sératkvæði. Athygli vekur að Einar, sem var fenginn sem þriðji dómari við dóminn vegna sérfræðiþekkingar sinnar, er starfsmaður Íslenskra verðbréfa Hf en stærsti eigandi fyrirtækisins er Byr. Einar sagðist í samtali við fréttastofu hafa nefnt þetta við Arngrím Ísberg við upphaf málsins. Engar athugasemdir voru gerðar við setu hans sem dómara - hvorki af hálfu saksóknara né verjenda. Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur ekki tekið ákvörðun um áfrýjun í málinu en frestur til áfrýjunar eru fjórar vikur. Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða. 29. júní 2011 11:19 Stofnfjáreigandi í Byr: Trú á réttarkerfið er farin Allir þrír sakborningnir í Exeter málinu voru sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákærum um umboðssvik og peningaþvætti. Dómurinn er áfall fyrir sérstakan saksóknara og gæti verið fordæmisgefandi. 29. júní 2011 19:33 Klofinn dómur sýknaði alla sakborninga í Exeter-málinu Þremenningarnir sem ákærðir voru í hinu svokallaða Exeter-máli voru allir sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Málið er annað mál sérstaks saksóknara sem endar með dómi, en í fyrra málinu, sem snerist um innherjasvik Baldurs Guðlaugssonar, var sakborningurinn fundinn sekur. 30. júní 2011 03:45 Exeter-menn sýknaðir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. 29. júní 2011 10:25 Léttir fyrir Styrmi: Skildi aldrei ákæruna "Ég hef alltaf verið nokkuð öruggur um að þetta yrði niðurstaðan gagnvart mér,“ segir Styrmir Þór Bragason, einn þremenninganna sem var sýknaður í Exeter-málinu svonefnda í morgun. Styrmir starfaði sem forstjóri MP-banka og var hann ákærður fyrir umboðssvik og peningaþvætti. 29. júní 2011 13:04 Ákvörðun um áfrýjun tekin á næstunni Ríkissaksóknari mun innan tíðar taka ákvörðun um hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar niðurstöðu héraðsdóms í Exeter-málinu. Í gær sýknaði héraðsdómur fyrrverandi sparisjóðsstjóra Byrs, fyrrverandi stjórnarformann Byrs af ákæru um umboðssvik. Fyrrverandi forstjóri MP Banka var einnig sýknaður af ákæru um hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Dómurinn klofnaði í málinu og vildi einn dómari sakfella stjórnendur Byrs. 30. júní 2011 13:23 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Einn af dómurunum í Exeter málinu starfar sem forstöðumaður lögfræðisviðs í fyrirtæki þar sem stærsti eigandinn er Byr. Ekki var farið fram á vanhæfi hans vegna þessa. Sýknudómurinn í Exeter málinu hefur vakið hörð viðbrögð en þeir Jón Þorstein Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur og skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. Málið snerist um viðskiptafléttu þar sem Byr lánaði félaginu Exeter yfir milljarð króna til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr, af MP banka og tveimur hinna ákærðu, með engin veð nema bréfin sjálf. Þeir Arngrímur Ísberg Héraðsdómari og Einar Ingimundarson sýknuðu hina ákærðu af öllum ákæruliðum meðan Ragnheiður Harðardóttir skilaði sératkvæði. Athygli vekur að Einar, sem var fenginn sem þriðji dómari við dóminn vegna sérfræðiþekkingar sinnar, er starfsmaður Íslenskra verðbréfa Hf en stærsti eigandi fyrirtækisins er Byr. Einar sagðist í samtali við fréttastofu hafa nefnt þetta við Arngrím Ísberg við upphaf málsins. Engar athugasemdir voru gerðar við setu hans sem dómara - hvorki af hálfu saksóknara né verjenda. Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur ekki tekið ákvörðun um áfrýjun í málinu en frestur til áfrýjunar eru fjórar vikur.
Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða. 29. júní 2011 11:19 Stofnfjáreigandi í Byr: Trú á réttarkerfið er farin Allir þrír sakborningnir í Exeter málinu voru sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákærum um umboðssvik og peningaþvætti. Dómurinn er áfall fyrir sérstakan saksóknara og gæti verið fordæmisgefandi. 29. júní 2011 19:33 Klofinn dómur sýknaði alla sakborninga í Exeter-málinu Þremenningarnir sem ákærðir voru í hinu svokallaða Exeter-máli voru allir sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Málið er annað mál sérstaks saksóknara sem endar með dómi, en í fyrra málinu, sem snerist um innherjasvik Baldurs Guðlaugssonar, var sakborningurinn fundinn sekur. 30. júní 2011 03:45 Exeter-menn sýknaðir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. 29. júní 2011 10:25 Léttir fyrir Styrmi: Skildi aldrei ákæruna "Ég hef alltaf verið nokkuð öruggur um að þetta yrði niðurstaðan gagnvart mér,“ segir Styrmir Þór Bragason, einn þremenninganna sem var sýknaður í Exeter-málinu svonefnda í morgun. Styrmir starfaði sem forstjóri MP-banka og var hann ákærður fyrir umboðssvik og peningaþvætti. 29. júní 2011 13:04 Ákvörðun um áfrýjun tekin á næstunni Ríkissaksóknari mun innan tíðar taka ákvörðun um hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar niðurstöðu héraðsdóms í Exeter-málinu. Í gær sýknaði héraðsdómur fyrrverandi sparisjóðsstjóra Byrs, fyrrverandi stjórnarformann Byrs af ákæru um umboðssvik. Fyrrverandi forstjóri MP Banka var einnig sýknaður af ákæru um hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Dómurinn klofnaði í málinu og vildi einn dómari sakfella stjórnendur Byrs. 30. júní 2011 13:23 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða. 29. júní 2011 11:19
Stofnfjáreigandi í Byr: Trú á réttarkerfið er farin Allir þrír sakborningnir í Exeter málinu voru sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákærum um umboðssvik og peningaþvætti. Dómurinn er áfall fyrir sérstakan saksóknara og gæti verið fordæmisgefandi. 29. júní 2011 19:33
Klofinn dómur sýknaði alla sakborninga í Exeter-málinu Þremenningarnir sem ákærðir voru í hinu svokallaða Exeter-máli voru allir sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Málið er annað mál sérstaks saksóknara sem endar með dómi, en í fyrra málinu, sem snerist um innherjasvik Baldurs Guðlaugssonar, var sakborningurinn fundinn sekur. 30. júní 2011 03:45
Exeter-menn sýknaðir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. 29. júní 2011 10:25
Léttir fyrir Styrmi: Skildi aldrei ákæruna "Ég hef alltaf verið nokkuð öruggur um að þetta yrði niðurstaðan gagnvart mér,“ segir Styrmir Þór Bragason, einn þremenninganna sem var sýknaður í Exeter-málinu svonefnda í morgun. Styrmir starfaði sem forstjóri MP-banka og var hann ákærður fyrir umboðssvik og peningaþvætti. 29. júní 2011 13:04
Ákvörðun um áfrýjun tekin á næstunni Ríkissaksóknari mun innan tíðar taka ákvörðun um hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar niðurstöðu héraðsdóms í Exeter-málinu. Í gær sýknaði héraðsdómur fyrrverandi sparisjóðsstjóra Byrs, fyrrverandi stjórnarformann Byrs af ákæru um umboðssvik. Fyrrverandi forstjóri MP Banka var einnig sýknaður af ákæru um hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Dómurinn klofnaði í málinu og vildi einn dómari sakfella stjórnendur Byrs. 30. júní 2011 13:23
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda