Innlent

Fylgjast vel með heilsu fólks

Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu)  hefur í dag verið í sambandi við stjórnendur heilsugæslustöðvanna á Kirkjubæjarklaustri, Vík og Rangárþingi. Í tilkynningu frá HSu segir að Læknar og hjúkrunarfræðingar séu á öllum stöðvunum til að sinna nauðsynlegri þjónustu í samstarfi við almannavarnarnir og fleiri.

„Reynt er að fylgjast eins vel með heilsufarsástandi og kostur er og veita nauðsynlega þjónustu," segir ennfremur en fleiri heilbrigðsstarfsmenn verða fengnir til starfa eftir því sem á þarf að halda.  „HSu  og heilbrigðisyfirvöld munu veita alla nauðsynlega aðstoð eftir því sem þörf verður á."

„Sem stendur virðast mál, sem snúa að heilbrigðisþjónustunni vegna eldgossins, vera í góðum farvegi. Hægt verður að nálgast hlífðargleraugu og andlitsgrímur  á heilsugæslustöðvum Hsu og víðar. Það verður tilkynnt nánar eftir þörfum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×