Innlent

Öskufall í Grímsey

Frá Grímsey. Myndin er úr safni.
Frá Grímsey. Myndin er úr safni.
Íbúar Grímseyjar hafa orðið varir við öskufall í bænum. Þar er jörðin hvít eftir kalt veður undanfarna daga en að sögn heimamanns, sem fréttastofa ræddi við, liggur grá slikja yfir snjónum sem er augljóslega afleiðingar öskufalls.

Það er grátt í Grímsey.
Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands þá má búast við talsverðu öskufalli allvíða suðaustanlands og einnig má gera ráð fyrir öskufalli austantil á Suðurlandi fram eftir degi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×