Neysla neftóbaks aukist um 50% 25. mars 2011 18:41 Þrír starfsmenn í litlum skúr við Stuðlaháls sjá um að tappa á 25 tonn af neftbóki á ári hverju, en neysla á íslensku neftbóki hefur aukist um fimmtíu prósent á aðeins þremur árum. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um tóbaksvarnir þar sem tekið er upp nýtt ákvæði þar sem segir að bannað verði að flytja inn, framleiða og selja allt bragð- og lytkarblandað reyklaust tóbak. Þetta þótti ekki nægilega skýrt í lögunum og er frumvarpið til að bregðast við tilraunum á innflutningi á bragðbættu munntóbaki. Á Íslandi hefur verið bannað með lögum að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og munntóbak frá því að ESB-tilskipun sem gerði aðildarríkjum ESB og EES-ríkjunum skylt að banna munntóbak var leidd í lög hér 1. febrúar 1997. ÁTVR framleiðir hins vegar grófkornótt neftóbak í miklum mæli en það nýtur vaxandi vinsælda meðal ungmenna sem troða því í vörina. Framleiðslan hefur nú aukist um fimmtíu prósent á aðeins þremur árum, úr 16,8 tonnum í 25,5 tonn árið 2010. Framleiðslan fer öll fram í húsakynnum ÁTVR við Stuðlaháls í Reykjavík og öll áfylling á tóbakshornum og tóbaksdósum er í litlu húsi við Stuðlaháls þar sem hún er í höndum þriggja starfsmanna. Svenn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri vörudreifingar og heildsölu tóbaks hjá ÁTVR, segir að grunnhráefnið í neftóbakið, hrátóbakið sem sé í raun möluð tóbakslauf komi frá Svíþjóð. Þetta er uppistaðan í íslenska „ruddanum". Þó innflutningur á sænsku fínkornóttu tóbaki sé bannaður er hið íslenska að uppistöðu til alveg eins, hráefnið kemur frá Swedish Match í Svíþjóð sem framleiðir snúsið svokallaða sem er bannað hér á landi. Hið íslenska er líka alveg jafn hættulegt og hið sænska en í því eru krabbameinsvaldandi efni. Eini munurinn á þessu og því sem notað er í sænska snúsið er kornastærðin. Kornið sem notað er í íslenska tóbakið er grófara. Hrátóbakið er blandað með vatni, pottösku, ammoníaki og salti og síðan geymt í eikartunnum í sjö mánuði. Að svo búnu er það flutt í litla skúrinn þar sem starfsmennirnir þrír fylla á dósir og horn. Eins og sést er þetta nokkur handavinna. Eitt horn í einu og ein dós í einu áður en þessu er raðað í kassa og sent í verslanir. Og tuttugu og fimm og hálft tonn rata í nasirnar og undir efri vörina hjá íslenskum tóbaksneytendum á ári hverju. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Þrír starfsmenn í litlum skúr við Stuðlaháls sjá um að tappa á 25 tonn af neftbóki á ári hverju, en neysla á íslensku neftbóki hefur aukist um fimmtíu prósent á aðeins þremur árum. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um tóbaksvarnir þar sem tekið er upp nýtt ákvæði þar sem segir að bannað verði að flytja inn, framleiða og selja allt bragð- og lytkarblandað reyklaust tóbak. Þetta þótti ekki nægilega skýrt í lögunum og er frumvarpið til að bregðast við tilraunum á innflutningi á bragðbættu munntóbaki. Á Íslandi hefur verið bannað með lögum að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og munntóbak frá því að ESB-tilskipun sem gerði aðildarríkjum ESB og EES-ríkjunum skylt að banna munntóbak var leidd í lög hér 1. febrúar 1997. ÁTVR framleiðir hins vegar grófkornótt neftóbak í miklum mæli en það nýtur vaxandi vinsælda meðal ungmenna sem troða því í vörina. Framleiðslan hefur nú aukist um fimmtíu prósent á aðeins þremur árum, úr 16,8 tonnum í 25,5 tonn árið 2010. Framleiðslan fer öll fram í húsakynnum ÁTVR við Stuðlaháls í Reykjavík og öll áfylling á tóbakshornum og tóbaksdósum er í litlu húsi við Stuðlaháls þar sem hún er í höndum þriggja starfsmanna. Svenn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri vörudreifingar og heildsölu tóbaks hjá ÁTVR, segir að grunnhráefnið í neftóbakið, hrátóbakið sem sé í raun möluð tóbakslauf komi frá Svíþjóð. Þetta er uppistaðan í íslenska „ruddanum". Þó innflutningur á sænsku fínkornóttu tóbaki sé bannaður er hið íslenska að uppistöðu til alveg eins, hráefnið kemur frá Swedish Match í Svíþjóð sem framleiðir snúsið svokallaða sem er bannað hér á landi. Hið íslenska er líka alveg jafn hættulegt og hið sænska en í því eru krabbameinsvaldandi efni. Eini munurinn á þessu og því sem notað er í sænska snúsið er kornastærðin. Kornið sem notað er í íslenska tóbakið er grófara. Hrátóbakið er blandað með vatni, pottösku, ammoníaki og salti og síðan geymt í eikartunnum í sjö mánuði. Að svo búnu er það flutt í litla skúrinn þar sem starfsmennirnir þrír fylla á dósir og horn. Eins og sést er þetta nokkur handavinna. Eitt horn í einu og ein dós í einu áður en þessu er raðað í kassa og sent í verslanir. Og tuttugu og fimm og hálft tonn rata í nasirnar og undir efri vörina hjá íslenskum tóbaksneytendum á ári hverju.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira