Innlent

Ásdís Jenna á von á barni - vonar að það verði stúlka

Ásdís Jenna Ástráðsdóttir á von á barni með eiginmanni sínum, Kevin Buggle. Ásdís er fjölfötluð og má ekki ættleiða barn samkvæmt lögum hér á landi. Fyrir ári síðan leituðu þau að staðgöngumóður.

Það var á afmælisdeginum hennar sem Ásdís komst að því að hún væri barnshafandi. Það kom hjónunum á óvart, enda stóð það ekki til að hún gengi sjálf með barnið.

Ásdís ætlar að halda barninu en hún hittir lækni mánaðalegar. Sjálf er hún 41 árs gömul og í talsverðum áhættuhópi, t.d. vegna hættu á blóðtappa, þar sem hún er fjölfötluð. Ásdís vonast til þess að eignast dóttur. Hægt er að horfa á viðtal við þau hjónin hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×