Innlent

Sendiherra Japans: Þetta er martröð

Símon Birgisson. skrifar
Starfandi sendiherra Japan á Íslandi segir ástandið í Japan martröð líkast. Hann er þakklátur fyrir þann stuðning og samhug sem hann finnur fyrir hér á landi. Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið söfnun fyrir fórnarlömb náttúrhamfaranna.

Japanir sem búa á Íslandi hafa fylgst með hörmungunum úr fjarlægð. Þeir hafa séð heilu borgirnar breytast í rústir einar - jafnvel sína heimahaga.

„Það er mjög erfitt fyrir okkur Japana á íslandi að horfa á þetta í gegnum sjónvarp eða net. enginn okkar er búinn að upplifa svona þetta er ótrúlegt bara."

Um helgina hvatti Thosiki fólk til að hefja söfnun á Facebook. Sú söfnun er nú orðin að veruleika.

„Við urðum strax vör við mikinn vilja til að sýna samhug. Það skiptir máli. Þó að það sé, sterkt samfélag og þróað, þá er þetta mjög mikið högg og þeir hafa verið að hjálpa út um allan heim og nú er kominn tími til að horfa til þeirra."

Sendiherra Japans á Íslandi, Katsuhiro Natsume, segir þetta mestu hörmungar sem riðið hafa yfir japanska þjóð síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

„Þetta er eins og martröð. Ég trúi þessu varla. En þetta gerðist. Ég er þakklátur stuðningi almennings," segir Katsuhiro.

Sjálfir hafa Japanir oft veitt okkur Íslendingum aðstoð.

„Þegar gosið varð í Eyjafjallajökli safnaði Japanska samfélagið á Íslandi pening handa björgunarteymum í gegnum Japanska sendiráðið."

Hægt er að nálgast styrktarsíðu Rauða Krossins hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×