Íslenski boltinn

Leifur rekinn frá Víkingi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leifur Garðarsson.
Leifur Garðarsson. Mynd/E. Stefán
Knattspyrnudeild Víkings sleit í dag samstarfi við þjálfara liðsins, Leif Sigfinn Garðarsson. Við starfi hans tekur Ólafur Ólafsson aðstoðarþjálfari tímabundið meðan leitað er að nýjum þjálfara.

Í fréttatilkynningu frá Víkingum er ástæða uppsagnarinnar ekki gefin upp.

Sterkur orðrómur hefur verið uppi að Leifur hafi farið huldu höfði á netinu í langan tíma. Þar á meðal á spjalli Víkings.net.

Hafliði Breiðfjörð skrifaði pistil á fótbolti.net í dag þar sem hann spyr hver sé huldumaðurinn Albert Örn sem margir töldu vera Leif sjálfan.

Óhjákvæmilega tengja menn þessi mál saman nú þegar Leifur hefur verið rekinn.

Hægt er að lesa pistil Hafliða hér.

Einnig lak excel-skal Leifs á netið á dögunum en í því var stöðumat hans á öllum leikmönnum liðsins. Það skjal hafði verið sent öllum leikmönnum liðsins fyrir slysni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×