Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. febrúar 2011 12:00 Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. Ragnar gerði athugasemdir við nokkur ákvæði í eldri Icesave-samningum þegar þeir lágu fyrir en hann var einna fyrstur til sumarið 2009 að benda á að ákvæði þeirra væru andstæð framkvæmd samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Ragnar var jafnframt þeirrar skoðunar að ekki væri nein ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingarsjóðs innistæðueigenda, en hann telur samt réttast að semja um lausn málsins. Ragnar Hall.Mun greiða atkvæði með nýju samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni „Ég lýsti þeirri skoðun að á þeim tíma að ég teldi að Ísland hefði ekki skuldbindingar að lögum til þess að það væri ríkisábyrgð á tryggingarsjóðnum eða greiðslum í hann. Hins vegar hef ég talið frá upphafi, og lýst þeirri skoðun oftar en einu sinni, að það væri best fyrir okkur að semja okkur út úr þessum vanda. Þó ég væri óánægður með samninginn sem var gerður. Ég er því hlynntur því að samningarnir sem nú liggja fyrir verði samþykktir," segir Ragnar. Þannig að þú munt greiða atkvæði með þessum samningum í þjóðaratkvæðagreiðslunni? „Já, ég mun gera það." Ragnar segir að alltaf megi deila um hvað sé sanngjarnt og hvað ekki þegar komi að samningum. Hins vegar fylgi öllum málaferlum einhver áhætta. „Og ef niðurstaða dómstóla yrði sú að við hefðum að einhverju leyti vanrækt skyldur okkar í sambandi við þennan sjóð (Tryggingarsjóð innistæðueigenda innsk.blm) þannig að íslenska ríkið verði að taka afleiðingunum af því og bera þetta tjón þá væri það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa tekist um. Mér finnst ekki ráðlegt að taka þá áhættu," segir Ragnar. thorbjorn@stod2.is Icesave Tengdar fréttir Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá "Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir,“ segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. 21. febrúar 2011 17:15 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. Ragnar gerði athugasemdir við nokkur ákvæði í eldri Icesave-samningum þegar þeir lágu fyrir en hann var einna fyrstur til sumarið 2009 að benda á að ákvæði þeirra væru andstæð framkvæmd samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Ragnar var jafnframt þeirrar skoðunar að ekki væri nein ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingarsjóðs innistæðueigenda, en hann telur samt réttast að semja um lausn málsins. Ragnar Hall.Mun greiða atkvæði með nýju samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni „Ég lýsti þeirri skoðun að á þeim tíma að ég teldi að Ísland hefði ekki skuldbindingar að lögum til þess að það væri ríkisábyrgð á tryggingarsjóðnum eða greiðslum í hann. Hins vegar hef ég talið frá upphafi, og lýst þeirri skoðun oftar en einu sinni, að það væri best fyrir okkur að semja okkur út úr þessum vanda. Þó ég væri óánægður með samninginn sem var gerður. Ég er því hlynntur því að samningarnir sem nú liggja fyrir verði samþykktir," segir Ragnar. Þannig að þú munt greiða atkvæði með þessum samningum í þjóðaratkvæðagreiðslunni? „Já, ég mun gera það." Ragnar segir að alltaf megi deila um hvað sé sanngjarnt og hvað ekki þegar komi að samningum. Hins vegar fylgi öllum málaferlum einhver áhætta. „Og ef niðurstaða dómstóla yrði sú að við hefðum að einhverju leyti vanrækt skyldur okkar í sambandi við þennan sjóð (Tryggingarsjóð innistæðueigenda innsk.blm) þannig að íslenska ríkið verði að taka afleiðingunum af því og bera þetta tjón þá væri það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa tekist um. Mér finnst ekki ráðlegt að taka þá áhættu," segir Ragnar. thorbjorn@stod2.is
Icesave Tengdar fréttir Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá "Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir,“ segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. 21. febrúar 2011 17:15 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá "Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir,“ segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. 21. febrúar 2011 17:15