Íslenski boltinn

Magnús Már aftur í KR

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Magnús í leik með Þrótti.
Magnús í leik með Þrótti.
Magnús Már Lúðvíksson er genginn í raðir KR á nýjan leik. Að þessu sinni kemur hann til KR frá norska félaginu Hödd. Þetta kemur fram á heimasíðu KR í dag.

Magnús hefur skoraði 11 mörk í 53 leikjum með KR. Hann fór til Þróttar árið 2009 og var þar þangað til hann fór til Noregs.

Magnús skoraði sex deildarmörk fyrir Hödd sem sigraði í 2. riðli 2. deildar.

Félagið vildi halda Magnúsi en hann ákvað að koma heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×