Íslenski boltinn

Ingólfur Sigurðsson fer aftur í KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson hefur ákveðið að ganga til liðs við KR að nýju en hann var leystur undan samningi við hollenska félagið Heerenveen á dögunum og var í kjölfarið orðaður við æskufélag sitt Val. Ingólfur mun hinsvegar spila með KR-ingum í Pepsi-deild karla í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu KR-inga.

Samningur Ingólfs er út leiktíðina 2011 með möguleika á framlengingu. Hann hafði verið í kringum meistaraflokk KR undanfarin tvö ár og vakti mikla athygli þegar hann skoraði í sínum fyrsta leik í úrvalsdeild karla í 3-0 sigri á ÍBV í lok ágúst 2009.

Ingólfur kom upphaflega til KR frá Val árið 2008 þegar hann var á yngra árinu í 3. flokki. Árið eftir lék hann með mfl. í fyrsta sinn en fór á miðju sumri 2010 til hollenska félagsins Heerenveen. Ingólfur skoraði fimm mörk í 16 leikjum með meistaraflokki KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×