Íslenski boltinn

Pétur Markan: Menn eru ekki náttúrulausir í Víkingi

Hans Steinar Bjarnason skrifar
Pétur Georg Markan leikmaður Víkings segir í viðtali við Stöð 2 að andrúmsloftið í herbúðum liðsins hafi aldrei verið betra þrátt fyrir að trúnaðarupplýsingar frá þjálfaranum hafi fyrir slysni verið sendar á alla leikmenn liðsins.

Stjórnarmaður Víkings gerði þau mistök að senda leikmannalista Leifs Garðarssonar þjálfara á alla leikmenn liðsins. Á þessum leynilista Leifs eru leikmenn liðsins flokkaðir frá A og niður í D. Einnig eru umsagnir um flesta leikmenn liðsins á liðsins.

Stjórn, þjálfari og leikmenn Víkings héldu fund síðasta laugardag en Pétur telur að ekkert í þessu skjali hafi komið mönnum á óvart. „Menn eru ekki náttúrulausir í Víkingi, það var átakafundur á laugardaginn þar sem málið var afgreitt. Það er góður mórall í liðinu og eining. Það voru engir eftirmálar," segir Pétur í viðtalinu sem sjá má í heild sinni á sjónvarpshluta visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×