Íslenski boltinn

Guðmundur til reynslu hjá Brann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson í leik með Breiðabliki.
Guðmundur Kristjánsson í leik með Breiðabliki. Mynd/Stefán
Blikinn Guðmundur Kristjánsson verður næstu vikunna til reynslu hjá norska úrvalsdeildarliðinu Brann.

Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins en liðið mun í næstu viku halda í æfingaferð til La Manga á Spáni.

„Hann er einn af þeim leikmönnum á Íslandi sem eru mjög efnilegir og við höfum góða reynslu af Íslendingum í Brann,“ sagði Odd Einar Fossum, einn forráðamanna félagsins, á heimasíðu þess.

Fossum segir einnig að Guðmundur sé á þeim aldri sem henti félaginu vel.

Guðmundur er 21 árs gamall og varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í fyrra og bikarmeistari þar áður. Hann hefur verið fastamaður í liðinu undanfarin þrjú ár.

Guðmundur er í U-21 landsliðinu sem keppir á EM í Danmörku næsta sumar auk þess sem hann hefur spilað í fjórum vináttulandsleikjum með A-landsliði Íslands.

Fjölmargir Íslendingar hafa spilað með Brann í gegnum tíðina en á dögunum var greint frá því að Birkir Már Sævarsson, fyrrum leikmaður Vals, hafi framlengt samning sinn við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×