Hekla fór að gjósa á Facebook Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 25. janúar 2011 12:18 Nei, Hekla er ekki að gjósa. Mynd/ Vilhelm Gunnarsson Símalínurnar á fréttastofu voru rauðglóandi í allan gærdag en áhorfendur kvörtuðu sáran yfir því að fréttamenn hefðu ekki greint fyrir eldgosinu í Heklu sem hófst í gærdag. Enda þótti áskrifendum það sjálfsagt að fréttastofan myndi rjúfa útsendingu á skemmtiefni til að gera þjóðinni grein fyrir því að Hekla hefði opnast og úr henni flæddi rauðglóandi hraun. Í raun byrjaði Hekla hins vegar alls ekki að gjósa í gær. Um var að ræða Facebook gabb sem rúmlega sex þúsund manns tóku þátt í. Mannskapurinn vakti athygli á margra ára gamalli frétt af mbl.is sem ber fyrirsögnina ,,Eldgos hafið í Heklu." Þannig birtist fréttin því mörgum á Facebook. Grikkurinn virðist hafa heppnast nokkuð vel því fæstir virðast hafa skoðað fréttina og kannað hvenær hún var skrifuð. Flestir lásu bara fyrirsögnina og hringdu í óðagoti í fréttastofuna. Þá bárust fréttamönnum símtöl frá vörubílstjórum sem höfðu lesið fyrirsögnina á facebook í farsíma sínum. Þeir sögðust sjá þungan og drungalegan mökk yfir Heklu og undruðu sig á því að fréttastofan hefði ekki gert grein fyrir náttúruhamförunum.Veðurstofumenn pirraðir Til að taka af allan vafa hafði fréttstofan því samband við Veðurstofuna í gærkvöld en þeir sem þar voru á vakt sögðust hafa fengið álíka mörg símtöl og fréttastofa stöðvar tvö og voru orðnir heldur þreyttir og pirraðir. Ekki er dregið í efa að þeir sem höfðu samband við fréttastofu hafi gert það með góðum hug og eru öllum þeim færðar bestu þakkir þó um plat hafi verið að ræða í þetta sinn. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Símalínurnar á fréttastofu voru rauðglóandi í allan gærdag en áhorfendur kvörtuðu sáran yfir því að fréttamenn hefðu ekki greint fyrir eldgosinu í Heklu sem hófst í gærdag. Enda þótti áskrifendum það sjálfsagt að fréttastofan myndi rjúfa útsendingu á skemmtiefni til að gera þjóðinni grein fyrir því að Hekla hefði opnast og úr henni flæddi rauðglóandi hraun. Í raun byrjaði Hekla hins vegar alls ekki að gjósa í gær. Um var að ræða Facebook gabb sem rúmlega sex þúsund manns tóku þátt í. Mannskapurinn vakti athygli á margra ára gamalli frétt af mbl.is sem ber fyrirsögnina ,,Eldgos hafið í Heklu." Þannig birtist fréttin því mörgum á Facebook. Grikkurinn virðist hafa heppnast nokkuð vel því fæstir virðast hafa skoðað fréttina og kannað hvenær hún var skrifuð. Flestir lásu bara fyrirsögnina og hringdu í óðagoti í fréttastofuna. Þá bárust fréttamönnum símtöl frá vörubílstjórum sem höfðu lesið fyrirsögnina á facebook í farsíma sínum. Þeir sögðust sjá þungan og drungalegan mökk yfir Heklu og undruðu sig á því að fréttastofan hefði ekki gert grein fyrir náttúruhamförunum.Veðurstofumenn pirraðir Til að taka af allan vafa hafði fréttstofan því samband við Veðurstofuna í gærkvöld en þeir sem þar voru á vakt sögðust hafa fengið álíka mörg símtöl og fréttastofa stöðvar tvö og voru orðnir heldur þreyttir og pirraðir. Ekki er dregið í efa að þeir sem höfðu samband við fréttastofu hafi gert það með góðum hug og eru öllum þeim færðar bestu þakkir þó um plat hafi verið að ræða í þetta sinn.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira