Arnar Sveinn: Refsing aganefndar salómonsdómur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. ágúst 2011 16:04 Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir dóm aga- og úrskurðarnefnda KSÍ undarlegan. Hann ítrekar að um algjört óviljaverk hafi verið að ræða. Arnari Sveini hefur verið gefið að sök að traðka á andliti Almars Ormarssonar í leik Vals og Fram á mánudagskvöldið. Fyrir brotið fékk hann rautt spjald og aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmdi hann í gær í tveggja leikja bann. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir ofan. Í yfirlýsingunni ítrakar Arnar Sveinn að um óviljaverk hafi verið að ræða og honum finnist fráleitt að hann hafi ætlað sér að traðka viljandi á Almari. Hann biður þó Almar afsökunar hafi hann orðið fyrir skaða. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan: „Vegna mikillar umræðu og úrskurðar aganefndar KSÍ um atvik sem átti sér stað í leik Vals og Fram á Laugardalsvelli sl. mánudag sé ég, Arnar Sveinn Geirsson leikmaður Vals, mig knúinn að gefa út yfirlýsingu og árétta nokkra hluti. Fyrst vil ég lýsa yfir vonbrigðum mínum á niðurstöðu aganefndarinnar. Með því að dæma mig í tveggja leikja bann eru þeir að segja að um viljaverk sé að ræða, þar sem að einn leikur er eðlileg refsing fyrir það að fá rautt spjald. Mér þykir einnig úrskurðurinn heldur undarlegur, þar sem að mér þætti tveggja leikja bann virkilega lítil refsing fyrir það að ætla viljandi að traðka á andlitinu á einhverjum. Því finnst mér eins og um eins konar salómonsdóm sé að ræða. Sú niðurstaða sem aganefndin kemst því að get ég engan veginn sætt mig við, því þetta eru engar smá ásakanir. Ég ítreka það sem nú þegar hefur komið fram í fjölmiðlum að um algjört óviljaverk sé að ræða. Eins og sjá má í upptökum af atvikinu, þá hef ég enga vitund um það hvert ég er að stíga þar sem ég horfi aldrei niður. Annað atriði sem sjá má er að ég geri mér litla sem enga grein fyrir því hvað gerðist og held áfram í þá átt sem ég var að hlaupa. Það er því augljóslega hægt að sjá á öllum mínum viðbrögðum að um algjört óviljaverk er að ræða. Það sem ég er sakaður um m.a. af dómara, nokkrum fjölmiðlamönnum og aganefnd KSÍ er í raun að hér sé um hreina og beina líkamsárás að ræða og það mjög alvarlega líkamsárás. Að ég hafi ætlað mér að traðka á höfðinu á viðkomandi. Þetta er auðvitað algjörlega fráleitt. Mér þykir erfitt að sitja undir svoleiðis ásökunum einfaldlega vegna þess að um algjört óviljaverk var að ræða og algjörlega fjarri því sem mér myndi nokkurn tíman detta í hug að gera. Það er í raun með ólíkindum að einhver ætli manni svona alvarlegt ofbeldisverk. Með því hefur verið vegið alvarlega að minni æru. Ef Almarr skaðaðist á einhvern hátt við þetta óhapp bið ég hann að sjálfsögðu afsökunar. Með Valskveðju, Arnar Sveinn Geirsson“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir dóm aga- og úrskurðarnefnda KSÍ undarlegan. Hann ítrekar að um algjört óviljaverk hafi verið að ræða. Arnari Sveini hefur verið gefið að sök að traðka á andliti Almars Ormarssonar í leik Vals og Fram á mánudagskvöldið. Fyrir brotið fékk hann rautt spjald og aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmdi hann í gær í tveggja leikja bann. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir ofan. Í yfirlýsingunni ítrakar Arnar Sveinn að um óviljaverk hafi verið að ræða og honum finnist fráleitt að hann hafi ætlað sér að traðka viljandi á Almari. Hann biður þó Almar afsökunar hafi hann orðið fyrir skaða. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan: „Vegna mikillar umræðu og úrskurðar aganefndar KSÍ um atvik sem átti sér stað í leik Vals og Fram á Laugardalsvelli sl. mánudag sé ég, Arnar Sveinn Geirsson leikmaður Vals, mig knúinn að gefa út yfirlýsingu og árétta nokkra hluti. Fyrst vil ég lýsa yfir vonbrigðum mínum á niðurstöðu aganefndarinnar. Með því að dæma mig í tveggja leikja bann eru þeir að segja að um viljaverk sé að ræða, þar sem að einn leikur er eðlileg refsing fyrir það að fá rautt spjald. Mér þykir einnig úrskurðurinn heldur undarlegur, þar sem að mér þætti tveggja leikja bann virkilega lítil refsing fyrir það að ætla viljandi að traðka á andlitinu á einhverjum. Því finnst mér eins og um eins konar salómonsdóm sé að ræða. Sú niðurstaða sem aganefndin kemst því að get ég engan veginn sætt mig við, því þetta eru engar smá ásakanir. Ég ítreka það sem nú þegar hefur komið fram í fjölmiðlum að um algjört óviljaverk sé að ræða. Eins og sjá má í upptökum af atvikinu, þá hef ég enga vitund um það hvert ég er að stíga þar sem ég horfi aldrei niður. Annað atriði sem sjá má er að ég geri mér litla sem enga grein fyrir því hvað gerðist og held áfram í þá átt sem ég var að hlaupa. Það er því augljóslega hægt að sjá á öllum mínum viðbrögðum að um algjört óviljaverk er að ræða. Það sem ég er sakaður um m.a. af dómara, nokkrum fjölmiðlamönnum og aganefnd KSÍ er í raun að hér sé um hreina og beina líkamsárás að ræða og það mjög alvarlega líkamsárás. Að ég hafi ætlað mér að traðka á höfðinu á viðkomandi. Þetta er auðvitað algjörlega fráleitt. Mér þykir erfitt að sitja undir svoleiðis ásökunum einfaldlega vegna þess að um algjört óviljaverk var að ræða og algjörlega fjarri því sem mér myndi nokkurn tíman detta í hug að gera. Það er í raun með ólíkindum að einhver ætli manni svona alvarlegt ofbeldisverk. Með því hefur verið vegið alvarlega að minni æru. Ef Almarr skaðaðist á einhvern hátt við þetta óhapp bið ég hann að sjálfsögðu afsökunar. Með Valskveðju, Arnar Sveinn Geirsson“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira