Íslenski boltinn

Þórarinn Ingi: Fórum erfiðu leiðina

Valur Smári Heimisson skrifar

„Við fórum erfiðu leiðina í dag," sagði Eyjamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson eftir 3-2 sigur sinna manna á Haukum.

Haukar komust yfir í leiknum en Eyjamenn skoruðu þrjú mörk í röð áður en gestirnir úr Hafnarfirðinum náðu að skora öðru sinni.

„Við áttum erfitt með að halda boltanum niðri, vorum alltaf í kýlingum fram á völlinn og vorum í raun að gera okkur mjög erfitt fyrir," sagði Þórarinn Ingi sem sagði vörn Eyjamanna ekki hafa klikkað í dag þrátt fyrir að hafa fengið tvö mörk á sig að þessu sinni.

„Það er í rauninni allt liðið sem er að klikka. Við vorum ekki að gera réttar færslur og náðum ekki að þétta liðið jafn vel og við höfum verið að gera."

„En við njótum þess að vera í þessari stöðu og spila góðan fótbolta. Við erum í raun aðeins að einbeita okkur að því að bæta okkur í því og ef við höldum áfram á þeirri braut ættum við að vera í góðum málum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×