Innlent

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir Gunnar Rúnari

Hannes var myrtur á heimili sínu í Hafnarfirði.
Hannes var myrtur á heimili sínu í Hafnarfirði. MYNd/Egill

Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, 23 ára, sem grunaður er um að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili hans aðfaranótt 15.ágúst síðastliðinn.

Héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 24.september á föstudag, en verjandi mannsins kærði þann úrskurð til Hæstaréttar, sem hefur nú staðfest úrskurð Héraðsdóms.

Rannsókn er enn í fullum gangi, en maðurinn hefur ekki verið yfirheyrður frá því að hann var handtekinn á föstudag, reiknað er með að yfirheyrslur fari fram í vikunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×