Innlent

Opið þinghald yfir Gunnari Rúnari

Gunnar Rúnar leiddur fyrir dómara
Gunnar Rúnar leiddur fyrir dómara

Þinghald í máli Gunnars Rúnars Sigurþórssonar verður opið. Kröfu verjanda um lokað þinghald var hafnað í Héraðsdómi Reykjaness við fyrirtöku málsins um hádegisbilið. Dómari fór ekki yfir forsendur þess að hann hafnaði kröfunni. Gunnar Rúnar mætti ekki í dómsal í dag. 

Niðurstaða yfirmats geðlækna var kynnt við fyrirtökuna og telja þeir að Gunnar Rúnar sé ekki sakhæfur. Þetta er sama niðurstaða og geðlæknar komust að við undirmat.

Dómari ákvarðar síðar hvort hann metur Gunnar Rúnar sakhæfan eður ei.

Aðalmeðferð fer fram þann 7. febrúar.

Gunnar hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Faðir Hannesar, Helgi Vilhjálmsson kenndur við Góu, og systur Hannesar, voru í héraðsdómi þegar málið var tekið fyrir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×