Lífið

Íslendingar verða að láta af fordómunum

Haffa Haff er marg til lista lagt en nú hefur hann tekið að sér að listræna stjórnun á fyrirsætukeppni Samúel vefritsins.
Fréttablaðsins/arnþór
Haffa Haff er marg til lista lagt en nú hefur hann tekið að sér að listræna stjórnun á fyrirsætukeppni Samúel vefritsins. Fréttablaðsins/arnþór
„Mér finnst þetta bara frábært og hver er ég að dæma stúlkur sem vilja koma sér á framfæri með því að taka þátt í fyrirsætukeppni?“ spyr Haffi Haff en hann er titlaður listrænn stjórnandi í fyrirsætukeppni vefritsins Samúels, Samúelstúlkan 2010. Keppnin hefur verið milli tannana á fólki síðan hún fór í loftið, meðal annars sökum þess hversu fáklæddar og ögrandi keppendurnir eru á myndunum inn á vefsíðu Samúels.

„Íslendingar verða að hætta að vera svona fordómafullir og lokaðir. Ég er löngu hættur að dæma fólk fyrir að gera það sem það dreymir um. Það er markaður fyrir svona myndatökum og á meðan þetta er ekki að skaða neinn, finnst mér þetta vera hið besta mál. Af hverju eru stelpurnar í þessari keppni eitthvað öðruvísi en þær sem koma fram á nærfötunum í Ungfrú Ísland?“ spyr Haffi og bætir við að glamúrfyrirsætustörf séu líka vinna og alls ekki auðveld og að hann beri mikla virðingu fyrir stúlkunum í keppninnni. „Þær eru að taka þessu alvarlega og mjög fagmannlegar. Þetta er stelpur sem vilja verða fyrirsætur, sýna líkamann sinn og koma sér á framfæri. Það er ekki okkar að dæma. Ef þetta fer í taugarnar á einhverjum geta þeir bara litið í hina áttina,“ segir Haffi ákveðinn og lofar góðri skemmtun á úrslitakvöldinu 19. nóvember.

„Ég held við eigum eftir að koma mörgum á óvart. Ég var fenginn til að gera keppnina töff, og það er planið,“ segir Haffi en fyrir helgi sendi hann frá sér nýtt myndband við lagið Dirty Side. „Ég er mjög ánægður með myndbandið og vona að fólk fíli það,“ segir Haffi að lokum. -áp





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.