Skemmdir vegna flóðanna minni en óttast var í fyrstu 15. apríl 2010 06:00 MYND/Vilhelm Flóð ruddu sér leið undan norðan- og sunnanverðum Eyjafjallajökli eftir að öflugt eldgos hófst í gær. Um tíma var óttast að skemmdir yrðu miklar en flóðin rénuðu fyrr en áætlað var. Mannshöndin hafði einnig sitt að segja. Skemmdir vegna flóða í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli í gær urðu minni en óttast var framan af degi. Engu að síður er fyrsta mat þeirra sem gerst þekkja að fjárhagstjón nemi á annað hundrað milljónir króna. Flóðið sem braust undan Gígjökli í norðanverðum jöklinum í gærmorgun vann sig á tveimur klukkustundum niður farveg Markarfljóts og að þjóðvegi 1. Miklar líkur voru taldar á því að ný brú yfir fljótið myndi ekki þola átökin. Flóðin rénuðu hins vegar fyrr en ætlað var og starfsmaður verktakafyrirtækisins Suðurvers, sem vinnur að framkvæmdum við Landeyjahöfn, gróf fjórar rásir í veginn. Er það talið hafa bjargað brúnni. Landeyjahöfn var aldrei í hættu. Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að skemmdirnar séu því mun minni en óttast var. „Ég tel þó víst að skemmdirnar eftir daginn losi hundrað milljónir. Það er vel sloppið þar sem áætlanir viðlagatrygginga reikna með að gos sem þetta undir Eyjafjallajökli geti valdið skemmdum fyrir átján milljarða króna." Helstu skemmdirnar eru á þjóðveginum en einnig á vegi í átt að Þórsmörk. Grjótlager Suðurvers er umflotinn og óvíst hversu mikið af honum hefur tapast. Víðir segir að greinilegar skemmdir hafi orðið á flóðagörðum á öllu svæðinu, en sérstaklega næst Markarfljótsbrúnni. „Þetta eru gömul mannvirki en þau stóðu sig vel. Það er líka athyglisvert að gamla brúin yfir fljótið stendur en ástand hennar kemur ekki í ljós strax. Undirstöður hennar gætu hafa farið illa og þá gæti hún fallið." Brúin yfir Svaðbælisá stóðst þrýsting flóðsins sem kom úr sunnanverðum jöklinum, en til greina kom að grafa veginn í sundur til að hlífa henni líkt og gert var vestar á þjóðveginum. Víðir segir að þeir sem urðu fyrir mestu tjóni af þeim sem búa á svæðinu hafi verið bændur á Þorvaldseyri og Önundarhorni. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist hafa sloppið vel þegar allt kom til alls. „Allar leiðslur fyrir rafmagn, vatn og hita eru farnar. Það hefur ekkert vatn farið inn á ræktuð tún hjá mér en 400 metrar af flóðavarnargörðum eru farnir. Það vatnaði yfir þá sem stóðu svo þeir gætu verið skemmdir." Ólafur og fjölskylda sofa í Varmahlíð í nótt. Á morgun á hann von á jarðýtu til að styrkja varnargarða og ýta upp nýjum. „En ég er hræddastur við öskuna ef gýs lengi. Þá erum við illa sett hér á þessu svæði." svavar@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Flóð ruddu sér leið undan norðan- og sunnanverðum Eyjafjallajökli eftir að öflugt eldgos hófst í gær. Um tíma var óttast að skemmdir yrðu miklar en flóðin rénuðu fyrr en áætlað var. Mannshöndin hafði einnig sitt að segja. Skemmdir vegna flóða í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli í gær urðu minni en óttast var framan af degi. Engu að síður er fyrsta mat þeirra sem gerst þekkja að fjárhagstjón nemi á annað hundrað milljónir króna. Flóðið sem braust undan Gígjökli í norðanverðum jöklinum í gærmorgun vann sig á tveimur klukkustundum niður farveg Markarfljóts og að þjóðvegi 1. Miklar líkur voru taldar á því að ný brú yfir fljótið myndi ekki þola átökin. Flóðin rénuðu hins vegar fyrr en ætlað var og starfsmaður verktakafyrirtækisins Suðurvers, sem vinnur að framkvæmdum við Landeyjahöfn, gróf fjórar rásir í veginn. Er það talið hafa bjargað brúnni. Landeyjahöfn var aldrei í hættu. Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að skemmdirnar séu því mun minni en óttast var. „Ég tel þó víst að skemmdirnar eftir daginn losi hundrað milljónir. Það er vel sloppið þar sem áætlanir viðlagatrygginga reikna með að gos sem þetta undir Eyjafjallajökli geti valdið skemmdum fyrir átján milljarða króna." Helstu skemmdirnar eru á þjóðveginum en einnig á vegi í átt að Þórsmörk. Grjótlager Suðurvers er umflotinn og óvíst hversu mikið af honum hefur tapast. Víðir segir að greinilegar skemmdir hafi orðið á flóðagörðum á öllu svæðinu, en sérstaklega næst Markarfljótsbrúnni. „Þetta eru gömul mannvirki en þau stóðu sig vel. Það er líka athyglisvert að gamla brúin yfir fljótið stendur en ástand hennar kemur ekki í ljós strax. Undirstöður hennar gætu hafa farið illa og þá gæti hún fallið." Brúin yfir Svaðbælisá stóðst þrýsting flóðsins sem kom úr sunnanverðum jöklinum, en til greina kom að grafa veginn í sundur til að hlífa henni líkt og gert var vestar á þjóðveginum. Víðir segir að þeir sem urðu fyrir mestu tjóni af þeim sem búa á svæðinu hafi verið bændur á Þorvaldseyri og Önundarhorni. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist hafa sloppið vel þegar allt kom til alls. „Allar leiðslur fyrir rafmagn, vatn og hita eru farnar. Það hefur ekkert vatn farið inn á ræktuð tún hjá mér en 400 metrar af flóðavarnargörðum eru farnir. Það vatnaði yfir þá sem stóðu svo þeir gætu verið skemmdir." Ólafur og fjölskylda sofa í Varmahlíð í nótt. Á morgun á hann von á jarðýtu til að styrkja varnargarða og ýta upp nýjum. „En ég er hræddastur við öskuna ef gýs lengi. Þá erum við illa sett hér á þessu svæði." svavar@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira