Enski boltinn

Viðræður enn í gangi um framtíð Benitez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Umboðsmaður Rafael Benitez segir að viðræður séu enn í gangi varðandi framtíð stjórans hjá Inter Milan á Ítalíu.

Mál Benitez hafa verið í mikilli flækju síðustu daga. Um helgina gaf hann það út að Inter ætti annað hvort að styðja almennilega við bak hans eða hreinlega reka hann.

Í fyrstu virtist sem að Massimo Moratti, forseti Inter, hafi fengið sig fullsaddan af þessum ummælum og rekið Benitez. Því hefur hann sjálfur neitað en viðurkenndi að málið væri í miklum hnút.

Benitez er nú staddur í Liverpool þar sem hann bíður á meðan að mál hans eru tekin fyrir. Benitez var áður stjóri Liverpool.

„Við erum að ræða þessi mál en ég get ekki tjáð mig neitt meira um það," sagði umboðsmaðurinn Garcia Quilon við Sky Sports Italia.

„Við erum hvorki bjartsýnir né svartsýnir. Við munum hittast áfram á næstu dögum."

Brasilíumaðurinn Leonardo, fyrrum stjóri AC Milan, og Luciano Spalletti, fyrrum stjóri Roma, hafa verið orðaðir við starf Benitez hjá Inter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×