Enski boltinn

Downing fúll út í Capello

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Stewart Downing, vængmaður Aston Villa, er ekki enn búinn að jafna sig á því að hafa ekki komist í landsliðshóp Englands fyrir HM í sumar. Hann segir að liðsval Capello þjálfara hafi verið skrítið.

"Það var ýmislegt sem kom mér á óvart í 30 manna hópnum hjá Capello. Fullt af mönnum sem voru ekki að spila reglulega komust í hópinn sem og menn í engu formi. Þetta fannst mér skrítið og ég var mjög svekktur er ég frétti að ég hefði ekki verið valinn í hópinn," sagði Downing fúll.

"Capello hefur eflaust sínar ástæður fyrir þessu en það sem mér fannst mest svekkjandi var að fá engar skýringar á því af hverju ég var ekki valinn. Þetta var samt hans val og engin ástæða til þess að væla yfir því," sagði Downing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×