House-leikkona hrifin af kjól frá tískumerkinu Emami 2. september 2010 16:00 Jennifer Morrison var brúðarmær Anítu Briem en þær klæddust allar Emami-kjólum. Leikkonan Jennifer Morrison, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem læknirinn Allison Cameron í sjónvarpsþáttunum House, var brúðarmær í brúðkaupi Anítu Briem. Brúðarmeyjar Anítu klæddust sérsaumuðum silkikjólum frá tískumerkinu Emami og að sögn Brynjars Ingólfssonar, framkvæmdastjóra Emami, var Morrison afskaplega hrifin af hönnun fyrirtækisins. Morrison hefur leikið í myndum á borð við Intersection, Stir of Echoes, Urban Legends: Final Cut og Mr. & Mrs. Smith. Hún hefur einnig farið með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Touched by an Angel og Dawson's Creek en hefur leikið í sjónvarpsþáttunum House allt frá árinu 2004. Að sögn Brynjars var Morrison forvitin um hver hannaði brúðarmeyjarkjólana og lýsti yfir áhuga sínum á að eignast slíkan kjól sjálf. Brynjar hjá Emami. „Ég heyrði þetta frá einum brúðkaupsgesti sem sagði að Morrison hefði verið að spyrjast fyrir um kjólinn. Við höfum boðist til að gefa henni kjól, enda væri það góð auglýsing fyrir okkur ef hún sæist í kjól frá Emami." Ný lína er væntanleg frá Emami nú í vetur og einkennist sú lína af fallegum litum og mynstri.Fleiri frægar stjörnur hafa heillast af íslenskri hönnun og má þar nefna söngkonuna Beyoncé sem keypti leggings frá E-label og hótelerfingjann Paris Hilton og söngkonuna Kylie Minougue sem hafa báðar klæðst skóm frá Gyðja Collection auk söngkonunnar Gwen Stefani sem sást klæðast flík frá Andersen & Lauth. - sm Tengdar fréttir Brúðarmeyjar í íslenskum kjól Tískufyrirtækið Emami hefur boðið leikkonunni Anítu Briem að hanna kjóla frítt á sex brúðarmeyjar hennar þegar hún gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulos á grísku eyjunni Santorini í sumar. Aníta hefur þekkst boðið. 8. júlí 2010 06:00 Aníta Briem giftir sig í dag „Við erum bara á leiðinni á æfingu í kirkjuna núna og allt gengur svakalega vel," segir Erna Þórarinsdóttir söngkona en dóttir hennar, Hollywood-leikkonan Aníta Briem, gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulus í dag. Athöfnin fer fram á grísku eyjunni Santorini en eyjan er einmitt fræg fyrir að vera sögusvið söngvamyndarinnar Mamma Mia. 20. ágúst 2010 13:30 Aníta Briem giftir sig á grísku eyjunni úr Mamma mia! Aníta Briem flytur Pálma Matthíasson prest til Grikklands þar sem hún giftist grískum unnusta sínum síðasumars. 15. júní 2010 11:00 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Leikkonan Jennifer Morrison, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem læknirinn Allison Cameron í sjónvarpsþáttunum House, var brúðarmær í brúðkaupi Anítu Briem. Brúðarmeyjar Anítu klæddust sérsaumuðum silkikjólum frá tískumerkinu Emami og að sögn Brynjars Ingólfssonar, framkvæmdastjóra Emami, var Morrison afskaplega hrifin af hönnun fyrirtækisins. Morrison hefur leikið í myndum á borð við Intersection, Stir of Echoes, Urban Legends: Final Cut og Mr. & Mrs. Smith. Hún hefur einnig farið með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Touched by an Angel og Dawson's Creek en hefur leikið í sjónvarpsþáttunum House allt frá árinu 2004. Að sögn Brynjars var Morrison forvitin um hver hannaði brúðarmeyjarkjólana og lýsti yfir áhuga sínum á að eignast slíkan kjól sjálf. Brynjar hjá Emami. „Ég heyrði þetta frá einum brúðkaupsgesti sem sagði að Morrison hefði verið að spyrjast fyrir um kjólinn. Við höfum boðist til að gefa henni kjól, enda væri það góð auglýsing fyrir okkur ef hún sæist í kjól frá Emami." Ný lína er væntanleg frá Emami nú í vetur og einkennist sú lína af fallegum litum og mynstri.Fleiri frægar stjörnur hafa heillast af íslenskri hönnun og má þar nefna söngkonuna Beyoncé sem keypti leggings frá E-label og hótelerfingjann Paris Hilton og söngkonuna Kylie Minougue sem hafa báðar klæðst skóm frá Gyðja Collection auk söngkonunnar Gwen Stefani sem sást klæðast flík frá Andersen & Lauth. - sm
Tengdar fréttir Brúðarmeyjar í íslenskum kjól Tískufyrirtækið Emami hefur boðið leikkonunni Anítu Briem að hanna kjóla frítt á sex brúðarmeyjar hennar þegar hún gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulos á grísku eyjunni Santorini í sumar. Aníta hefur þekkst boðið. 8. júlí 2010 06:00 Aníta Briem giftir sig í dag „Við erum bara á leiðinni á æfingu í kirkjuna núna og allt gengur svakalega vel," segir Erna Þórarinsdóttir söngkona en dóttir hennar, Hollywood-leikkonan Aníta Briem, gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulus í dag. Athöfnin fer fram á grísku eyjunni Santorini en eyjan er einmitt fræg fyrir að vera sögusvið söngvamyndarinnar Mamma Mia. 20. ágúst 2010 13:30 Aníta Briem giftir sig á grísku eyjunni úr Mamma mia! Aníta Briem flytur Pálma Matthíasson prest til Grikklands þar sem hún giftist grískum unnusta sínum síðasumars. 15. júní 2010 11:00 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Brúðarmeyjar í íslenskum kjól Tískufyrirtækið Emami hefur boðið leikkonunni Anítu Briem að hanna kjóla frítt á sex brúðarmeyjar hennar þegar hún gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulos á grísku eyjunni Santorini í sumar. Aníta hefur þekkst boðið. 8. júlí 2010 06:00
Aníta Briem giftir sig í dag „Við erum bara á leiðinni á æfingu í kirkjuna núna og allt gengur svakalega vel," segir Erna Þórarinsdóttir söngkona en dóttir hennar, Hollywood-leikkonan Aníta Briem, gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulus í dag. Athöfnin fer fram á grísku eyjunni Santorini en eyjan er einmitt fræg fyrir að vera sögusvið söngvamyndarinnar Mamma Mia. 20. ágúst 2010 13:30
Aníta Briem giftir sig á grísku eyjunni úr Mamma mia! Aníta Briem flytur Pálma Matthíasson prest til Grikklands þar sem hún giftist grískum unnusta sínum síðasumars. 15. júní 2010 11:00