Helmingslíkur á að við vinnum þennan leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. september 2010 08:00 Heiðar Helguson á landsliðsæfingu í gær. Fréttablaðið/Anton Undankeppni EM 2012 hefst í dag. Fyrsti mótherji Íslands í keppninni er kunnuglegur en frændur vorir Norðmenn sækja okkur heim á Laugardalsvöllinn í kvöld. Ísland og Noregur voru einnig saman í riðli í síðustu undankeppni og þá enduðu báðir leikirnir með jafntefli. Báðir leikirnir voru ágætlega leiknir af hálfu íslenska liðsins „Bæði þessi lið eru líkamlega sterk og ég geri ráð fyrir miklum átakaleik. Fyrir fram mætti kannski segja að það væru 60 prósent líkur á sigri Noregs. Þar sem við erum á heimavelli jafnast líkurnar og ég tel okkur eiga helmingsmöguleika á því að vinna þennan leik,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í gær en hann er að stýra liðinu í sinni annarri undankeppni. „Það eru margir ungir leikmenn í liðinu að þessu sinni. Einhverjir þeirra munu byrja leikinn en ég hef ekki ákveðið hverjir það verða,“ sagði Ólafur sem mun væntanlega tilkynna byrjunarlið sitt í hádeginu í dag. Hann sagði það vera ljóst að einhverjar breytingar yrðu á liðinu og meðalaldurinn lægri en oft áður. Eiður Smári spilaði mjög vel í báðum leikjunum gegn Noregi í síðustu undankeppni en hann verður fjarri góðu gamni í kvöld þar sem landsliðsþjálfarinn gaf honum frí til þess að finna sér nýtt félag. „Auðvitað söknum við Eiðs Smára enda er hann okkar sterkasti leikmaður.“ Ólafur segir að það eigi ekkert að koma liðunum á óvart í leik hvorum annars. Þau þekkist vel eftir að hafa mæst í síðustu undankeppni. „Það eina sem gæti komið þeim á óvart er að við verðum með einhverja yngri stráka sem þeir þekkja ekki of vel. Þeir gætu tekið boltann á hælinn og boðið upp á einhverja stæla sem kæmu Norðmönnum á óvart,“ sagði Ólafur. Helsti styrkleiki beggja liða eru föstu leikatriðin. Norðmenn munu sakna stóra framherjans John Carew í kvöld en hann er frá að þessu sinni. „Carew er hættulegur í föstum leikatriðum enda frábær skallamaður. Það er því ágætt að vera laus við hann,“ sagði Ólafur. „Bæði lið eru líkamlega sterk og spila ekki beint brasilískan fótbolta. Við stöndum vel að vígi þar og erum tilbúnir í líkamlegan leik gegn Norðmönnum. Til þess að vinna leikinn þurfum við að vera á fullu allan leikinn og gefa okkur í verkefnið.“ Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
Undankeppni EM 2012 hefst í dag. Fyrsti mótherji Íslands í keppninni er kunnuglegur en frændur vorir Norðmenn sækja okkur heim á Laugardalsvöllinn í kvöld. Ísland og Noregur voru einnig saman í riðli í síðustu undankeppni og þá enduðu báðir leikirnir með jafntefli. Báðir leikirnir voru ágætlega leiknir af hálfu íslenska liðsins „Bæði þessi lið eru líkamlega sterk og ég geri ráð fyrir miklum átakaleik. Fyrir fram mætti kannski segja að það væru 60 prósent líkur á sigri Noregs. Þar sem við erum á heimavelli jafnast líkurnar og ég tel okkur eiga helmingsmöguleika á því að vinna þennan leik,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í gær en hann er að stýra liðinu í sinni annarri undankeppni. „Það eru margir ungir leikmenn í liðinu að þessu sinni. Einhverjir þeirra munu byrja leikinn en ég hef ekki ákveðið hverjir það verða,“ sagði Ólafur sem mun væntanlega tilkynna byrjunarlið sitt í hádeginu í dag. Hann sagði það vera ljóst að einhverjar breytingar yrðu á liðinu og meðalaldurinn lægri en oft áður. Eiður Smári spilaði mjög vel í báðum leikjunum gegn Noregi í síðustu undankeppni en hann verður fjarri góðu gamni í kvöld þar sem landsliðsþjálfarinn gaf honum frí til þess að finna sér nýtt félag. „Auðvitað söknum við Eiðs Smára enda er hann okkar sterkasti leikmaður.“ Ólafur segir að það eigi ekkert að koma liðunum á óvart í leik hvorum annars. Þau þekkist vel eftir að hafa mæst í síðustu undankeppni. „Það eina sem gæti komið þeim á óvart er að við verðum með einhverja yngri stráka sem þeir þekkja ekki of vel. Þeir gætu tekið boltann á hælinn og boðið upp á einhverja stæla sem kæmu Norðmönnum á óvart,“ sagði Ólafur. Helsti styrkleiki beggja liða eru föstu leikatriðin. Norðmenn munu sakna stóra framherjans John Carew í kvöld en hann er frá að þessu sinni. „Carew er hættulegur í föstum leikatriðum enda frábær skallamaður. Það er því ágætt að vera laus við hann,“ sagði Ólafur. „Bæði lið eru líkamlega sterk og spila ekki beint brasilískan fótbolta. Við stöndum vel að vígi þar og erum tilbúnir í líkamlegan leik gegn Norðmönnum. Til þess að vinna leikinn þurfum við að vera á fullu allan leikinn og gefa okkur í verkefnið.“
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira