Helmingslíkur á að við vinnum þennan leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. september 2010 08:00 Heiðar Helguson á landsliðsæfingu í gær. Fréttablaðið/Anton Undankeppni EM 2012 hefst í dag. Fyrsti mótherji Íslands í keppninni er kunnuglegur en frændur vorir Norðmenn sækja okkur heim á Laugardalsvöllinn í kvöld. Ísland og Noregur voru einnig saman í riðli í síðustu undankeppni og þá enduðu báðir leikirnir með jafntefli. Báðir leikirnir voru ágætlega leiknir af hálfu íslenska liðsins „Bæði þessi lið eru líkamlega sterk og ég geri ráð fyrir miklum átakaleik. Fyrir fram mætti kannski segja að það væru 60 prósent líkur á sigri Noregs. Þar sem við erum á heimavelli jafnast líkurnar og ég tel okkur eiga helmingsmöguleika á því að vinna þennan leik,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í gær en hann er að stýra liðinu í sinni annarri undankeppni. „Það eru margir ungir leikmenn í liðinu að þessu sinni. Einhverjir þeirra munu byrja leikinn en ég hef ekki ákveðið hverjir það verða,“ sagði Ólafur sem mun væntanlega tilkynna byrjunarlið sitt í hádeginu í dag. Hann sagði það vera ljóst að einhverjar breytingar yrðu á liðinu og meðalaldurinn lægri en oft áður. Eiður Smári spilaði mjög vel í báðum leikjunum gegn Noregi í síðustu undankeppni en hann verður fjarri góðu gamni í kvöld þar sem landsliðsþjálfarinn gaf honum frí til þess að finna sér nýtt félag. „Auðvitað söknum við Eiðs Smára enda er hann okkar sterkasti leikmaður.“ Ólafur segir að það eigi ekkert að koma liðunum á óvart í leik hvorum annars. Þau þekkist vel eftir að hafa mæst í síðustu undankeppni. „Það eina sem gæti komið þeim á óvart er að við verðum með einhverja yngri stráka sem þeir þekkja ekki of vel. Þeir gætu tekið boltann á hælinn og boðið upp á einhverja stæla sem kæmu Norðmönnum á óvart,“ sagði Ólafur. Helsti styrkleiki beggja liða eru föstu leikatriðin. Norðmenn munu sakna stóra framherjans John Carew í kvöld en hann er frá að þessu sinni. „Carew er hættulegur í föstum leikatriðum enda frábær skallamaður. Það er því ágætt að vera laus við hann,“ sagði Ólafur. „Bæði lið eru líkamlega sterk og spila ekki beint brasilískan fótbolta. Við stöndum vel að vígi þar og erum tilbúnir í líkamlegan leik gegn Norðmönnum. Til þess að vinna leikinn þurfum við að vera á fullu allan leikinn og gefa okkur í verkefnið.“ Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Undankeppni EM 2012 hefst í dag. Fyrsti mótherji Íslands í keppninni er kunnuglegur en frændur vorir Norðmenn sækja okkur heim á Laugardalsvöllinn í kvöld. Ísland og Noregur voru einnig saman í riðli í síðustu undankeppni og þá enduðu báðir leikirnir með jafntefli. Báðir leikirnir voru ágætlega leiknir af hálfu íslenska liðsins „Bæði þessi lið eru líkamlega sterk og ég geri ráð fyrir miklum átakaleik. Fyrir fram mætti kannski segja að það væru 60 prósent líkur á sigri Noregs. Þar sem við erum á heimavelli jafnast líkurnar og ég tel okkur eiga helmingsmöguleika á því að vinna þennan leik,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í gær en hann er að stýra liðinu í sinni annarri undankeppni. „Það eru margir ungir leikmenn í liðinu að þessu sinni. Einhverjir þeirra munu byrja leikinn en ég hef ekki ákveðið hverjir það verða,“ sagði Ólafur sem mun væntanlega tilkynna byrjunarlið sitt í hádeginu í dag. Hann sagði það vera ljóst að einhverjar breytingar yrðu á liðinu og meðalaldurinn lægri en oft áður. Eiður Smári spilaði mjög vel í báðum leikjunum gegn Noregi í síðustu undankeppni en hann verður fjarri góðu gamni í kvöld þar sem landsliðsþjálfarinn gaf honum frí til þess að finna sér nýtt félag. „Auðvitað söknum við Eiðs Smára enda er hann okkar sterkasti leikmaður.“ Ólafur segir að það eigi ekkert að koma liðunum á óvart í leik hvorum annars. Þau þekkist vel eftir að hafa mæst í síðustu undankeppni. „Það eina sem gæti komið þeim á óvart er að við verðum með einhverja yngri stráka sem þeir þekkja ekki of vel. Þeir gætu tekið boltann á hælinn og boðið upp á einhverja stæla sem kæmu Norðmönnum á óvart,“ sagði Ólafur. Helsti styrkleiki beggja liða eru föstu leikatriðin. Norðmenn munu sakna stóra framherjans John Carew í kvöld en hann er frá að þessu sinni. „Carew er hættulegur í föstum leikatriðum enda frábær skallamaður. Það er því ágætt að vera laus við hann,“ sagði Ólafur. „Bæði lið eru líkamlega sterk og spila ekki beint brasilískan fótbolta. Við stöndum vel að vígi þar og erum tilbúnir í líkamlegan leik gegn Norðmönnum. Til þess að vinna leikinn þurfum við að vera á fullu allan leikinn og gefa okkur í verkefnið.“
Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki