„Gaman að hafa hér leðurblökur“ Erla Hlynsdóttir skrifar 12. október 2010 15:21 Leðurblaka sem fannst í Færeyjum. Þær eru heldur ófrýnilegar en borða mestmegnis bara skordýr. „Við þurfum ekkert á óttast að hér fari leðurblökur að setjast að. Ég myndi nú reyndar segja að það væri bara svolítið gaman að hafa hér leðurblökur," segir Ævar Pedersen, fuglafræðingur og áhugamaður um leðurblökur, spurður hvort Íslendingar þurfi að hafa áhyggjur af auknum fjölda leðurblaka hér á landi. Fregnir berast nú frá frændum okkar í Færeyjum af því að leðurblökur hafi þar gert innrás. Sagt var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að þær finnist þar nú bæði fleiri og stærri en oft áður. Ævari þykir miður að við getum ekki búist við því að þær flykkist hingað. „Þær sjást alltaf af og til á Íslandi. Þær koma þá með varningi eða hagstæðum vindum. Oft koma þær á sama tíma og flækingsfuglar sem hafa þá villst af leið," segir Ævar. Hann hefur síðustu áratugi haldið utan um fjölda þeirra leðurblaka sem hingað koma og segir að þær séu um þrjátíu sem hafa hér fundist síðan hann byrjaði að telja fyrir um þremur áratugum.Rysjótt veðráttan hamlar Leðurblökur hafa heldur illt orð á sér en Ævar segir þær hinar ljúfustu. „Hingað hafa aldrei komið þessar blóðsuguvampírur, eins og þær eru kallaðar. Það er bara í hitabeltislöndunum sem leðurblökur ráðast á menn og dýr í skjóli nætur og drekka úr þeim blóð," segir hann. Þær leðurblökur sem hingað hafa komið lifa á skordýrum og veiða þau á flugi. Hér er veður þó heldur óhagstætt til skordýraveiða þar sem þau er erfitt að klófesta þegar rignir eða er vindasamt. „Það er rysjótt veðráttan sem hamlar því að þær setjist hér að," segir hann.Lýsir eftir frosinni leðurblöku Ævar er starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands og hefur tekið á móti þeim leðurblökum sem hér finnast. Hann segir að síðast hafi sést til leðurblöku í Vestmannaeyjum í sumar. Sú leðurblaka var handsömuð lifandi og var um tíma til sýnis í Fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Eftir að hún drapst var leðurblakan fryst og segist Ævar hafa búist við að fá hana senda til rannsókna stuttu síðar. Hann hefur þó enn ekki fengið leðurblökuna í hendur. „Ég verð nú eiginlega að nota þetta tækifæri til að lýsa eftir henni," segir hann.Svindl að koma með skipi Ævar hefur í gegn um tíðina tekið á móti leðurblökum og sent til rannsókna erlendis. Þar hafa þær verið tegundagreindar og þannig hægt að sjá hvaðan líklegast er að þær hafi komið. Ævar segir að leðurblökurnar komi yfirleitt frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Ef ekki er fyrir hagstæða vinda koma þær gjarnan með vöruskipum. „Mér finnst það nú eiginlega hálfgert svindl," segir Ævar sposkur. Hann hvetur þá sem sjá til leðurblaka að setja sig í samband við Náttúrufræðistofnun. Svo virðist sem fleiri leðurblökur finnist hér á landi en áður. Líklegasta ástæðan fyrir því er þó aukinn fjöldi vöruskipa frekar en að þær séu beinlínis að leggja leið sína hingað. Tengdar fréttir Flugmýs gera innrás í Færeyjar Innrás av flogmýs í Føroyum. Svo skrifar blaðamaður á færeyska blaðinu Dimmalætting sem segir að undanfarna daga hafi mikill fjöldi þessara ljótu gesta verið á sveimi yfir eyjunum. 12. október 2010 12:16 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Við þurfum ekkert á óttast að hér fari leðurblökur að setjast að. Ég myndi nú reyndar segja að það væri bara svolítið gaman að hafa hér leðurblökur," segir Ævar Pedersen, fuglafræðingur og áhugamaður um leðurblökur, spurður hvort Íslendingar þurfi að hafa áhyggjur af auknum fjölda leðurblaka hér á landi. Fregnir berast nú frá frændum okkar í Færeyjum af því að leðurblökur hafi þar gert innrás. Sagt var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að þær finnist þar nú bæði fleiri og stærri en oft áður. Ævari þykir miður að við getum ekki búist við því að þær flykkist hingað. „Þær sjást alltaf af og til á Íslandi. Þær koma þá með varningi eða hagstæðum vindum. Oft koma þær á sama tíma og flækingsfuglar sem hafa þá villst af leið," segir Ævar. Hann hefur síðustu áratugi haldið utan um fjölda þeirra leðurblaka sem hingað koma og segir að þær séu um þrjátíu sem hafa hér fundist síðan hann byrjaði að telja fyrir um þremur áratugum.Rysjótt veðráttan hamlar Leðurblökur hafa heldur illt orð á sér en Ævar segir þær hinar ljúfustu. „Hingað hafa aldrei komið þessar blóðsuguvampírur, eins og þær eru kallaðar. Það er bara í hitabeltislöndunum sem leðurblökur ráðast á menn og dýr í skjóli nætur og drekka úr þeim blóð," segir hann. Þær leðurblökur sem hingað hafa komið lifa á skordýrum og veiða þau á flugi. Hér er veður þó heldur óhagstætt til skordýraveiða þar sem þau er erfitt að klófesta þegar rignir eða er vindasamt. „Það er rysjótt veðráttan sem hamlar því að þær setjist hér að," segir hann.Lýsir eftir frosinni leðurblöku Ævar er starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands og hefur tekið á móti þeim leðurblökum sem hér finnast. Hann segir að síðast hafi sést til leðurblöku í Vestmannaeyjum í sumar. Sú leðurblaka var handsömuð lifandi og var um tíma til sýnis í Fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Eftir að hún drapst var leðurblakan fryst og segist Ævar hafa búist við að fá hana senda til rannsókna stuttu síðar. Hann hefur þó enn ekki fengið leðurblökuna í hendur. „Ég verð nú eiginlega að nota þetta tækifæri til að lýsa eftir henni," segir hann.Svindl að koma með skipi Ævar hefur í gegn um tíðina tekið á móti leðurblökum og sent til rannsókna erlendis. Þar hafa þær verið tegundagreindar og þannig hægt að sjá hvaðan líklegast er að þær hafi komið. Ævar segir að leðurblökurnar komi yfirleitt frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Ef ekki er fyrir hagstæða vinda koma þær gjarnan með vöruskipum. „Mér finnst það nú eiginlega hálfgert svindl," segir Ævar sposkur. Hann hvetur þá sem sjá til leðurblaka að setja sig í samband við Náttúrufræðistofnun. Svo virðist sem fleiri leðurblökur finnist hér á landi en áður. Líklegasta ástæðan fyrir því er þó aukinn fjöldi vöruskipa frekar en að þær séu beinlínis að leggja leið sína hingað.
Tengdar fréttir Flugmýs gera innrás í Færeyjar Innrás av flogmýs í Føroyum. Svo skrifar blaðamaður á færeyska blaðinu Dimmalætting sem segir að undanfarna daga hafi mikill fjöldi þessara ljótu gesta verið á sveimi yfir eyjunum. 12. október 2010 12:16 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Flugmýs gera innrás í Færeyjar Innrás av flogmýs í Føroyum. Svo skrifar blaðamaður á færeyska blaðinu Dimmalætting sem segir að undanfarna daga hafi mikill fjöldi þessara ljótu gesta verið á sveimi yfir eyjunum. 12. október 2010 12:16