Innlent

Þórunn Sveinbjarnardóttir grínast í fréttamanni RÚV

Erla Hlynsdóttir skrifar
Óheppilegt grín Þórunnar Sveinbjarnardóttur heyrðist í útvarpsfréttum RÚV
Óheppilegt grín Þórunnar Sveinbjarnardóttur heyrðist í útvarpsfréttum RÚV

„Þetta var nú bara smá grín hjá henni," segir Ægir Þór Eysteinsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hann tók viðtal við Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingflokksformann Samfylkingarinnar, fyrir utan stjórnarráðið fyrr í dag. Í fréttatíma RÚV heyrðist Þórunn segja í lok viðtalsins: „Segðu frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér." Nú hefur komið í ljós hvað þar lá að baki.

Rétt áður en viðtalið hófst ók maður framhjá þeim og öskraði út um gluggann: „Óþjóðalýður!"

Ægir segir að Þórunni hafi brugðið og honum vitanlega líka. Ægir útskýrði þá fyrir Þórunni að þarna hefði verið á ferðinni frændi hans sem væri mikill grínari.

„Ég sagði við hana að þetta hefði bara verið eitthvað djók," segir Ægir sem augljóslega á gamansaman frænda.

Hann tók síðan viðtalið við Þórunni og kvaddi. Áður en slökkt var á upptöku Ríkisútvarpsins heyrðist þó aftur að maður hrópaði í fjarska: „Óþjóðalýður!"

Þingmaðurinn ákvað þá að taka þátt í gríninu af fullum krafti og segir við Ægi: „Hún glotti og sagði við mig í gríni þessa setningu sem heyrist á upptökunni en ég ætla ekki að hafa eftir," segir Ægir.

Hljóðupptökuna má heyra með því að smella hér.

Ekki náðist í Þórunni við vinnslu fréttarinnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.