Innlent

Töluvert vatnsrennsli niður Gígjökul

Við rætur Eyjafjallajökuls. Myndin er frá því sl. sunnudag.
Við rætur Eyjafjallajökuls. Myndin er frá því sl. sunnudag. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Smá sprengingar hafa verið í morgun í gosinu í Eyjafjallajökli, en að öðru leyti er gosórói svipaður og undanfarna sólarhringa. Aska stígur upp í rösklega þriggja kílómetra hæð og leggur til norðvesturs, en öskufall í byggð er sára lítið og greinist varla, þar sem það er á annað borð.

Hraun viðrist halda áfram að bræða ís í eldstöðvunum þannig að töluvert vatnsrennsli er niður Gígjökul og út í Markarfljót. Rennsli þar er vel yfir meðallagi en nálgast þó hvergi nærri að vera hlaup og það er ekki heldur talin hætta á hlaupi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×