Innlent

Þurfti að lenda með veikan farþega

Frá Keflavíkurflugvelli. Mynd tengist frétt ekki beint.
Frá Keflavíkurflugvelli. Mynd tengist frétt ekki beint.
Farþegaþota, að gerðinni Airbus 333, á leið frá Amsterdam til Detroit í Bandaríkjunum þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli í kringum hádegið í dag. Um borð var veikur farþegi sem þurfti að komast undir læknishendur.

Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Keflavíkurflugvallar, kemur atvik sem þetta reglulega upp. Ekki er gefið upp hvað amaði að farþeganum en oftast í svona tilvikum verður farþeginn eftir á landinu, að sögn Hjördísar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×