Íslenski boltinn

Haraldur: Fúlt að vera ekki enn búnir að landa sigri hérna

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Haraldur Freyr, fyrirliði Keflvíkinga.
Haraldur Freyr, fyrirliði Keflvíkinga.
„Við vorum ekki nógu skarpir í fyrrihálfleik og áttum ágætan síðari hálfleik en heilt yfir þá fannst mér við slakir í dag. KR-ingarnir voru kannski ekkert sérstakir heldur en við vorum slakari en þeir í dag," sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflvíkinga, vonsvikinn í leikslok. „Maður veit aldrei hvað gerist en við hefðum getað komist í góða stöðu með því að sigra hér í kvöld en það er bara næsti leikur sem telur. Það er auðvitað fúlt að vera ekki enn búnir að landa sigri hérna á þessum velli. KR-ingarnir gerðu þetta erfitt fyrir okkur og drógu sig til baka en við vorum bara ekki nógu klókir til þess að leysa það." „Þrátt fyrir góðan síðari hálfleik þá telur það lítið núna og við göngum hér í burtu án stiga frá þessum leik og það er virkilega súrt," sagði Haraldur svekktur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×