Innlent

Níu langreyðar skotnar á tæpri viku

Níu langreyðar hafa nú verið skotnar á þeirri tæpri viku sem liðin er frá því að stórhvalaveiðar hófust í ár. Hvalbátarnir tveir, Hvalur átta og níu, komu með fyrstu þrjá hvalina að landi í Hvalfirði á þriðjudagskvöld. Á fimmtudag komu þeir með tvo hvali hvor, áttundi hvalurinn var svo dreginn upp í hvalstöðina í dag og von er á þeim níunda í nótt. Heimilt er að veiða 175 langreyðar í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×