Lífið

Fékk verðlaun í lagakeppni

Óðmaðurinn fyrrverandi fékk sérstök heiðursverðlaun í keppninni Song of the Year.
Óðmaðurinn fyrrverandi fékk sérstök heiðursverðlaun í keppninni Song of the Year.
„Þetta er gott í ferilskrána,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, fyrrum Óðmaður, sem fékk sérstök heiðursverðlaun í alþjóðlegu lagakeppninni Song of the Year fyrir lagið No Need For Goodbye.

Lagið er að finna á tvöföldu plötunni Johann G in English sem kom út fyrr á árinu og hefur að geyma bestu lög Jóhanns í eigin flutningi og einnig þrjátíu þekktra tónlistarmanna. Það kom upphaflega út undir nafninu Kveðjuorð á fimmtu sólóplötu Jóhanns, Á langri leið, sem kom út í fyrra.

„Þótt þú lendir ekki í efstu sætunum er þetta mikilsverð viðurkenning í þessari keppni,“ segir Jóhann, sem samdi lagið á Spáni árið 1997. „Ég hef svo sem fengið samsvarandi viðurkenningu áður og komist í eitt af fimm efstu sætunum en með þessar keppnir eins og margar aðrar þá tekur sigurvegarinn allt.“ Hann segir þessi heiðursverðlaun mjög uppörvandi fyrir sig sem tónlistarmann. „Mér fannst þetta skemmtilegt núna vegna þess að ég er svolítið ánægður með þetta lag og það er gott að fá staðfestingu á því að það þyki eitthvað varið í það.“

Jóhann hefur einu sinni átt eitt af fimm bestu lögunum í Song of the Year. Þá náði I"m Gone, af plötunni Langspil, öðru sætinu í flutningi söngkonunnar Stinu August. Lagið er einnig á sólóplötu hennar Concrete World sem kom út í sumar. Sömuleiðis náði Jóhann á topp fimm í annarri alþjóðlegri lagakeppni með slagarann Don"t Try To Fool Me í flutningi Regínu Óskar. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.