Lifði munklífi á Íslandi og skrifaði verðlaunasögu 3. nóvember 2010 12:30 Þrátt fyrir að hafa búið í hálfgerðri kytru í vesturbæ Reykjavíkur þá segist Gregory Hughes sakna Íslands, hann hafi notið þess að lifa munklífinu hér. „Ísland er frábær staður og algjörlega einstakur þótt þið gerið ykkur ekki grein fyrir því sjálf. Ég sakna Íslands,“ segir Gregory Hughes, ævintýramaður frá Liverpool, í samtali við Fréttablaðið. Gregory er maður augnabliksins í breskum bókmenntum. Fyrsta bók hans, Unhooking the Moon, hlaut hin virtu Booktrust Teenage-verðlaunin en það eru helstu verðlaunin á Bretlandi fyrir táninga. Gregory er því hálfgerður Þorgrímur Þráins þeirra Breta um þessar mundir. Sigurinn hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi en bókin sjálf er hins vegar að mestu leyti skrifuð í agnarsmárri þakíbúð í vesturbæ Reykjavíkur, rétt hjá Hótel Sögu fyrir fjórum árum. „Ég get ómögulega munað hvað gatan heitir. En ég man að ég kallaði leigusalann minn alltaf Höskuld, þangað til hann sagði mér að það væri nafnið hans í raun og veru. Hann var verkfræðingur og hafði unnið eitthvað í Þýskalandi. Hann var næstum eini maðurinn sem ég talaði eitthvað af viti við. Við drukkum oft kaffi saman,“ segir Hughes. Rithöfundurinn hafði heimsótt Ísland eina helgi og heillaðist af þjóðinni. Hann ákvað því að koma hingað aftur og fá sér vinnu en það gekk heldur brösuglega, honum bauðst bara að vinna í fiski og á því hafði hann ekki áhuga. Hughes ákvað því að fara skrifa bókina sem hann hafði lagt drög að í Kanada. „Ég lifði á 35 pundum á viku, um sex þúsund krónum, fékk mér eldavélarhellu í Rauða kross-búðinni og potta og pönnur í IKEA. Og svo var ég bara góður,“ útskýrir Gregory en þar sem engin sturtuaðstaða var í íbúðinni skellti hann sér reglulega í sund í Vesturbæjarlauginni. „Og svo leyfði ég mér að fara í Háskólabíó einu sinni í mánuði.“ Gregory viðurkennir að hann hafi lifað hálfgerðu munkalífi í þá átta mánuði sem hann bjó hér. „Ég eignaðist ekki einu sinni kærustu. Allir sögðu við mig að ég ætti að ná mér í fallega íslenska kærustu. En það leit engin við mér. Sem betur fer. Því ef ég hefði ekki lifað þessu einsetulífi mínu þá hefði ég sennilega aldrei náð að skrifa þessa bók,“ segir Gregory og bætir því við að það væri æðsti draumur hans ef bókin yrði þýdd og gefin út á íslensku. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira
„Ísland er frábær staður og algjörlega einstakur þótt þið gerið ykkur ekki grein fyrir því sjálf. Ég sakna Íslands,“ segir Gregory Hughes, ævintýramaður frá Liverpool, í samtali við Fréttablaðið. Gregory er maður augnabliksins í breskum bókmenntum. Fyrsta bók hans, Unhooking the Moon, hlaut hin virtu Booktrust Teenage-verðlaunin en það eru helstu verðlaunin á Bretlandi fyrir táninga. Gregory er því hálfgerður Þorgrímur Þráins þeirra Breta um þessar mundir. Sigurinn hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi en bókin sjálf er hins vegar að mestu leyti skrifuð í agnarsmárri þakíbúð í vesturbæ Reykjavíkur, rétt hjá Hótel Sögu fyrir fjórum árum. „Ég get ómögulega munað hvað gatan heitir. En ég man að ég kallaði leigusalann minn alltaf Höskuld, þangað til hann sagði mér að það væri nafnið hans í raun og veru. Hann var verkfræðingur og hafði unnið eitthvað í Þýskalandi. Hann var næstum eini maðurinn sem ég talaði eitthvað af viti við. Við drukkum oft kaffi saman,“ segir Hughes. Rithöfundurinn hafði heimsótt Ísland eina helgi og heillaðist af þjóðinni. Hann ákvað því að koma hingað aftur og fá sér vinnu en það gekk heldur brösuglega, honum bauðst bara að vinna í fiski og á því hafði hann ekki áhuga. Hughes ákvað því að fara skrifa bókina sem hann hafði lagt drög að í Kanada. „Ég lifði á 35 pundum á viku, um sex þúsund krónum, fékk mér eldavélarhellu í Rauða kross-búðinni og potta og pönnur í IKEA. Og svo var ég bara góður,“ útskýrir Gregory en þar sem engin sturtuaðstaða var í íbúðinni skellti hann sér reglulega í sund í Vesturbæjarlauginni. „Og svo leyfði ég mér að fara í Háskólabíó einu sinni í mánuði.“ Gregory viðurkennir að hann hafi lifað hálfgerðu munkalífi í þá átta mánuði sem hann bjó hér. „Ég eignaðist ekki einu sinni kærustu. Allir sögðu við mig að ég ætti að ná mér í fallega íslenska kærustu. En það leit engin við mér. Sem betur fer. Því ef ég hefði ekki lifað þessu einsetulífi mínu þá hefði ég sennilega aldrei náð að skrifa þessa bók,“ segir Gregory og bætir því við að það væri æðsti draumur hans ef bókin yrði þýdd og gefin út á íslensku. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira