Innlent

Foreldrasamtök vilja að útvarpsstjóri sæti ábyrgð

Páll Magnússon, útvarpsstjóri.
Páll Magnússon, útvarpsstjóri.

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum vilja að útvarpsstjóri sæti ritstjórnarlegri ábyrgð vegna áfengisauglýsinga, sem birtar eru í Ríkissjónvarpinu í tengslum við heimsmeistaramótið í knattspyrnu.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að að þeim hafi borist margar kvartanir vegna þessa framferðis RÚV upp á síðkastið. Í framhaldi af því hafi samtökin margoft bent á þessa lögleysu , bæði með bréfum til RÚV og með ábendingum og tilkynningum til lögreglustjóra, en án árangurs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×