Sigurður Ragnar: Helmingurinn af venjulegu byrjunarliði er meiddur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2010 16:45 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag 22 manna landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Frökkum og Eistlandi í undankeppni HM sem fara fram 21. og 25. ágúst. Leikirnir munu ráða því hvar íslenska liðið endar í riðlinum en aðeins efsta liðið kemst áfram í umspilið. „Við erum að fara í úrslitaleik á móti Frökkum á Laugardalsvelli á Menningarnótt. Við teljum það mjög mikilvægt til að ná árangri að við fáum góðan stuðning," sagði Sigurður Ragnar á blaðamannfundi í dag. „Það eru svolítil forföll í okkar venjulega landsliðshóp. Katrín Ómarsdóttir er meidd en hún tognaði aftan í læri og við söknum sterkra leikmanna sem hafa yfirleitt verið með okkur í landsliðinu og hefði verið gott að hafa í þetta mikilvæga verkefni," sagði Sigurður Ragnar en sagði jafnframt að hann hefði valið 22 sterkustu leikmenn Íslands á þessum tímapunkti. „Við erum að mæta gríðarlega sterku liði og ef við lítum raunhæft á hlutina þá er helmingurinn af okkar venjulega byrjunarliði í landsliðinu meiddar. Við verðum óreyndara lið en oft áður," segir Sigurður Ragnar en hann valdi tvo leikmenn í hópinn sem eru tæpar, landsliðsfyrirliðann Katrínu Jónsdóttur sem meiddist í gær og Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur verið meidd að undanförnu. „Það er töluverð óvissa með hvernig við stillum upp liðinu bæði út af Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. Við þurfum að sjá á miðvikudag og fimmtudag hvernig þær koma út úr æfingum og svona. Taktík okkar verður alltaf að miðast við hvaða leikmenn eru inn á vellinum hverju sinni," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið er á heimavelli á móti Frökkum og Laugardalsvöllurinn hefur reynst íslenska liðinu vel. „Okkur hefur gengið mjög vel hérna á heimavelli. Hér höfum við unnið alla leiki okkar og ekki fengið á okkur mark ennþá. Núna er andstæðingurinn eins og þeir gerast bestir sem er frábær áskorun fyrir okkar lið," sagði Sigurður Ragnar. „Frakklandshópurinn er skipaður geysilega sterkum leikmönnum. Þar á meðal eru átta leikmenn frá Lyon sem fór í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og töpuðu þar í vítaspyrnukeppni. Það eru líka tveir leikmenn sem eru að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni og við vitum að við erum að fara að mæta feykilega sterku liði," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið á enn möguleika á að vinna riðilinn en þá er ekki nóg bara að vinna leikinn á móti Frökkum heldur þarf liðið að vinna upp 0-2 tap úr fyrri leiknum í Frakklandi. „Tölfræðilega er möguleiki á að okkur dugi 2-0 sigur ef við myndum vinna Eista mjög stórt eða að Frakkar myndu misstíga sig í sínum síðasta leik á móti Serbíu. Líklegast þurftum við 3-0 sigur á móti þeim til þess að vinna riðilinn svo framarlega sem við vinnum Eistland síðan í kjölfarið. Þá værum við komin í umspil," sagði Sigurður Ragnar. „Það yrði stórkostlegur árangur ef við myndum ná því að vinna þær 3-0 en það er líka mikilvægt fyrir okkur að hafa það í huga að leikurinn getur skipt mjög miklu máli fyirr okkur upp á styrkleikaröðun fyrir næstu Evrópukeppni," sagði Sigurður Ragnar sem lagðist í útreikning fyirr blaðamannafundinn. „Samkvæmt mínum úteikningum myndi það duga okkur að vinna Frakka til þess að verða í efsta styrkleikaflokki ef næsta EM fer fram í Svíþjóð en ekki í Hollandi. Þá myndum við sleppa við allar sterkustu þjóðirnar. Leikurinn hefur því líka mikið vægi fyrir okkur upp á framtíð liðsins," sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag 22 manna landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Frökkum og Eistlandi í undankeppni HM sem fara fram 21. og 25. ágúst. Leikirnir munu ráða því hvar íslenska liðið endar í riðlinum en aðeins efsta liðið kemst áfram í umspilið. „Við erum að fara í úrslitaleik á móti Frökkum á Laugardalsvelli á Menningarnótt. Við teljum það mjög mikilvægt til að ná árangri að við fáum góðan stuðning," sagði Sigurður Ragnar á blaðamannfundi í dag. „Það eru svolítil forföll í okkar venjulega landsliðshóp. Katrín Ómarsdóttir er meidd en hún tognaði aftan í læri og við söknum sterkra leikmanna sem hafa yfirleitt verið með okkur í landsliðinu og hefði verið gott að hafa í þetta mikilvæga verkefni," sagði Sigurður Ragnar en sagði jafnframt að hann hefði valið 22 sterkustu leikmenn Íslands á þessum tímapunkti. „Við erum að mæta gríðarlega sterku liði og ef við lítum raunhæft á hlutina þá er helmingurinn af okkar venjulega byrjunarliði í landsliðinu meiddar. Við verðum óreyndara lið en oft áður," segir Sigurður Ragnar en hann valdi tvo leikmenn í hópinn sem eru tæpar, landsliðsfyrirliðann Katrínu Jónsdóttur sem meiddist í gær og Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur verið meidd að undanförnu. „Það er töluverð óvissa með hvernig við stillum upp liðinu bæði út af Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. Við þurfum að sjá á miðvikudag og fimmtudag hvernig þær koma út úr æfingum og svona. Taktík okkar verður alltaf að miðast við hvaða leikmenn eru inn á vellinum hverju sinni," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið er á heimavelli á móti Frökkum og Laugardalsvöllurinn hefur reynst íslenska liðinu vel. „Okkur hefur gengið mjög vel hérna á heimavelli. Hér höfum við unnið alla leiki okkar og ekki fengið á okkur mark ennþá. Núna er andstæðingurinn eins og þeir gerast bestir sem er frábær áskorun fyrir okkar lið," sagði Sigurður Ragnar. „Frakklandshópurinn er skipaður geysilega sterkum leikmönnum. Þar á meðal eru átta leikmenn frá Lyon sem fór í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og töpuðu þar í vítaspyrnukeppni. Það eru líka tveir leikmenn sem eru að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni og við vitum að við erum að fara að mæta feykilega sterku liði," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið á enn möguleika á að vinna riðilinn en þá er ekki nóg bara að vinna leikinn á móti Frökkum heldur þarf liðið að vinna upp 0-2 tap úr fyrri leiknum í Frakklandi. „Tölfræðilega er möguleiki á að okkur dugi 2-0 sigur ef við myndum vinna Eista mjög stórt eða að Frakkar myndu misstíga sig í sínum síðasta leik á móti Serbíu. Líklegast þurftum við 3-0 sigur á móti þeim til þess að vinna riðilinn svo framarlega sem við vinnum Eistland síðan í kjölfarið. Þá værum við komin í umspil," sagði Sigurður Ragnar. „Það yrði stórkostlegur árangur ef við myndum ná því að vinna þær 3-0 en það er líka mikilvægt fyrir okkur að hafa það í huga að leikurinn getur skipt mjög miklu máli fyirr okkur upp á styrkleikaröðun fyrir næstu Evrópukeppni," sagði Sigurður Ragnar sem lagðist í útreikning fyirr blaðamannafundinn. „Samkvæmt mínum úteikningum myndi það duga okkur að vinna Frakka til þess að verða í efsta styrkleikaflokki ef næsta EM fer fram í Svíþjóð en ekki í Hollandi. Þá myndum við sleppa við allar sterkustu þjóðirnar. Leikurinn hefur því líka mikið vægi fyrir okkur upp á framtíð liðsins," sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira