Innlent

Um 100 manns í Hvolsskóla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 100 manns hafa skráð sig í Hvolsskóla. Mynd/ Vilhelm.
Um 100 manns hafa skráð sig í Hvolsskóla. Mynd/ Vilhelm.
Um 100 manns eru komnir í fjöldahjálparmiðstöðina í Hvolsskóla, að því er Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins telur.

Vilhelm, sem staddur er í Hvolsskóla, segir að útlendingar séu þar áberandi. Þá eru mörg börn á staðnum. Allt gengur vel samkvæmt upplýsingum Vísis.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra eru á leið austur til að aðstoða lögregluna á Hvolsvelli.

Talið er að um 700 manns þurfi að yfirgefa heimili sín vegna gossins, en það er svipað og var þegar gos hófst á Fimmvörðuhálsi fyrir um það bil mánuði síðan.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×