Lífið

Saknar Harry Potter mikið

Rupert Grint átti erfitt með að kveðja Harry Potter-myndirnar.
Rupert Grint átti erfitt með að kveðja Harry Potter-myndirnar.
Rupert Grint, sem hefur leikið Ron Weasly í Harry Potter myndunum, viðurkennir að hann eigi erfitt með að sætta sig við að ævintýrinu sé lokið. Og hann sakni vinnufélaganna gríðarlega mikið.

„Við héldum stórt lokapartí þegar tökunum lauk og þá komu allir saman og fögnuðu. Það var virkilega gaman að sjá alla aftur en ég hef ekki alveg náð að sætta mig við líf án Harry Potter. En það er líka kominn tími fyrir mig að halda áfram, þetta hefur verið langur tími, heil tíu ár,“ sagði Grint í samtali við vefinn Parade.com.

Grint bætir því við að hann sé ekki sáttur með hvernig hann er látinn líta út í síðustu myndinni þegar allar persónur eru sýndar gamlar. „Ég er ennþá með rautt hár en mun minna af því. Ég leit út eins og Donald Trump og mér var strítt töluvert út af þessu.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.