Innlent

Vísindamenn komnir að eldstöðinni

MYND/Þorsteinn Gunnarsson

Vísindamenn komust fyrir stundu upp að gosinu á Fimmvörðuhálsi og eru nú að taka sýni. Óróinn undir gosstöðvunum var heldur meiri í nótt en í gærdag þannig að gosvirknin er ekki að minnka.

Þrír toppar voru í nótt og urðu þá gufusprengingar. Nú hefur veður skánað til muna, vind lægt og létt til þannig að gosið sést víða að á ný.

Fundur verður haldinn í dag með íbúum á svæðinu til að fara yfir stöðu mála og öryggisaðgerðir. Jarðvísindamenn búast allt eins við að gosið geti staðið í nokkrar vikur, eða jafnvel mánuði.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.