Lífið

Önnur líf Ævars Arnar

Ævar Örn gefur út nýja bók, Önnur líf, þar sem persónurnar Guðni og Katrín verða í aðalhlutverkum. Fréttablaðið/Heiða
Ævar Örn gefur út nýja bók, Önnur líf, þar sem persónurnar Guðni og Katrín verða í aðalhlutverkum. Fréttablaðið/Heiða
Ævar Örn Jósepsson, glæpasagnahöfundur, er nú staddur á heljarinnar glæpasagnahátíð í Ruhr-héraði. Þar les hann uppúr þýskri þýðingu Blóðbergs og smásögu sem hann skrifaði í tengslum við hátíðina. Að sögn Ævars hefur allt gengið ljómandi vel fyrir sig og Þjóðverjar tekið honum vel. „Þessi hátíð stendur í tvo mánuði og svolítið sérstök af því leyti. Það eru margir viðburðir í gangi um allt héraðið og ég kom bara fram á tveim. Höfundarnir sem koma fram skipta því tugum," segir Ævar.

Og glæpasagnahöfundurinn mætir til leiks með nýja bók fyrir þessi jól. Hún ber heitið Önnur líf og það eru þau Guðni og Katrín sem eru í aðalhlutverkum. Bókin gerist mest í Hvassaleitinu og nær yfir eitt og hálft ár. Hún segir frá því að ráðist er á stúlku sem Katrín þekkir til í kjölfar mótmælanna á Austurvelli. Meintir árásarmenn nást en ekki tekst að sanna neitt. Einu ári seinna er aftur ráðist á sömu stúlku og nú er árásin lífshættuleg. „Og svo er Guðni í miklu basli, blandast inní rannsókn á öðrum glæp og verður miðpunkturinn í henni," útskýrir Ævar.

Rithöfundurinn viðurkennir að hið spennuþrungna andrúmsloft í þjóðfélaginu sé ákjósanlegt, menn megi hins vegar ekki ofgera hlutunum. „Þetta er vandmeðfarið efni en ég held að það sé mikilvægt að verk úr öllum listgreinum taki á honum, þetta er einstakur tími í sögu þessarar þjóðar."-fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.