Eldgosið eyðilagði heimsmetstilraun 23. mars 2010 07:30 Mortara sló eitt heimsmet þegar hann flaug í kringum hnöttinn á tæpum 58 klukkustundum. Eldgosið á Íslandi kom hins vegar í veg fyrir aðra heimsmetstilraun. NordicPhotos/Afp Eldgosið við Fimmvörðuháls eyðilagði aðra af tveimur heimsmetstilraunum svissneska flugmannsins Riccardo Mortara. Mortara hugðist slá met ævintýramannsins Steves Fossett með því að fljúga hringinn í kringum hnöttinn á innan við 67 klukkustundum. Það tókst því Mortara flaug hringinn á 57 klukkustundum og 54 mínútum. Honum mistókst hins vegar að slá met kylfingsins Arnolds Palmer sem flaug í kringum heiminn á 57 klukkustundum og 26 mínútum á mun léttari vél. Mortara segir eldgosið á Íslandi hafa eyðilagt þau plön og seinkað ferðinni um fjórar klukkustundir. Mortara ætlaði að lenda í Keflavík eftir viðkomu í Kanada en flugvellinum var hins vegar lokað vegna eldgossins við Eyjafjallajökul og Mortara neyddist til að snúa við. „Við settum okkur háleit markmið og ætluðum að slá met Palmers,“ segir Mortara í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. „Okkur hefði sennilega tekist að slá það um fjórar klukkustundir ef ekki hefði orðið þetta eldgos á Íslandi.“ Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hleypti miklum taugatitringi í áhöfn Mortara eins og kemur fram á heimasíðu heimsmetstilraunarinnar, 360worldrecord.com. „Ég var vakinn og mér sagt frá eldgosinu á Íslandi. Þetta var eins og martröð,“ skrifar Carlo Allauigan, einn úr áhöfn flugvélarinnar. Mortara flaug Sabreliner 65-flugvél til að setja metið en slíkar vélar voru fyrstu einkaflugvélarnar sem byggðar voru handa auðjöfrum og fólki loðnu um lófana.- fgg Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Eldgosið við Fimmvörðuháls eyðilagði aðra af tveimur heimsmetstilraunum svissneska flugmannsins Riccardo Mortara. Mortara hugðist slá met ævintýramannsins Steves Fossett með því að fljúga hringinn í kringum hnöttinn á innan við 67 klukkustundum. Það tókst því Mortara flaug hringinn á 57 klukkustundum og 54 mínútum. Honum mistókst hins vegar að slá met kylfingsins Arnolds Palmer sem flaug í kringum heiminn á 57 klukkustundum og 26 mínútum á mun léttari vél. Mortara segir eldgosið á Íslandi hafa eyðilagt þau plön og seinkað ferðinni um fjórar klukkustundir. Mortara ætlaði að lenda í Keflavík eftir viðkomu í Kanada en flugvellinum var hins vegar lokað vegna eldgossins við Eyjafjallajökul og Mortara neyddist til að snúa við. „Við settum okkur háleit markmið og ætluðum að slá met Palmers,“ segir Mortara í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. „Okkur hefði sennilega tekist að slá það um fjórar klukkustundir ef ekki hefði orðið þetta eldgos á Íslandi.“ Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hleypti miklum taugatitringi í áhöfn Mortara eins og kemur fram á heimasíðu heimsmetstilraunarinnar, 360worldrecord.com. „Ég var vakinn og mér sagt frá eldgosinu á Íslandi. Þetta var eins og martröð,“ skrifar Carlo Allauigan, einn úr áhöfn flugvélarinnar. Mortara flaug Sabreliner 65-flugvél til að setja metið en slíkar vélar voru fyrstu einkaflugvélarnar sem byggðar voru handa auðjöfrum og fólki loðnu um lófana.- fgg
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira