Gætu opnað kaffi-hús fyrir ferðamenn 23. mars 2010 04:15 Með BBC á línunniþ Þau Anna og Þorkell óttast ekki gosið í Eyjafjallajökli, en líklega renna á þau tvær grímur ef Katla gýs einnig. Börn þeirra, Þorgerður og Runólfur, virðast ekki hafa miklar áhyggjur af gosinu heldur. Fréttablaðið/vilhelm Mikill straumur ferðamanna hefur verið inn Fljótshlíðina eftir að fréttir bárust af gosinu. Svo mikill að heimilisfólki á bæjunum er hætt að standa á sama. Malarvegurinn er ekki sem bestur og Þorkell Eiríksson bóndi spyr sig hvernig ævintýramennirnir, sem aka jafnvel á smábílum inn á svæðið, ætli að forða sér í hugsanlegu flóði. Kona hans, Anna Runólfsdóttir, viðurkennir að hún sé orðin ansi lúin af gestaganginum síðustu daga en ekki síður af því umstangi sem fylgir því að flytja börnin fram og til baka frá heimilinu í öryggisskyni. Þeim var ekki skemmt að fregna að á meðan þau sváfu á Hvolsvelli hefðu ferðamenn með vasaljós guðað á glugga í Fljótsdalnum. Einhver braut svo upp glugga til að gista í gamla bænum, sem er farfuglaheimili á sumrin. „Ég er ekki hrædd við gosið, en hef áhyggjur af því að þetta dragist á langinn með öskufalli og tilheyrandi fyrir kindurnar,“ segir Anna. Síminn hringir og BBC vill tala við húsfreyju sem snöggvast. Að símtalinu loknu banka jarðfræðingar upp á og fá poka með einhverju sem Anna telur að gæti verið öskufall. Svo hringir BBC aftur. Niðri á vegi er fjöldi bíla. Sumir ferðalangarnir sitja bara rólegir í jeppum sínum og vona að létti til svo sjáist í jarðeldinn. „Ef þetta dregst á langinn eins og 1821 væri hægt að gera út á þetta og opna kaffihús,“ segir Þorkell bóndi glettinn í bragði. Húsfreyjan minnir á að hún sé nú lunkin að gera cappuccino: „Við þurfum bara að fá okkur vélina.“ Í gosinu 1821 flæddi vatn langt upp að gamla bænum en Þorkell telur minni hættu á flóði núna. Jökullinn hafi minnkað stöðugt síðustu ár. Fyrir einum tólf árum var miklu meiri ís í fjallinu. Því hafi eldurinn vonandi minna að hella niður hlíðarnar en síðast. klemens@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Mikill straumur ferðamanna hefur verið inn Fljótshlíðina eftir að fréttir bárust af gosinu. Svo mikill að heimilisfólki á bæjunum er hætt að standa á sama. Malarvegurinn er ekki sem bestur og Þorkell Eiríksson bóndi spyr sig hvernig ævintýramennirnir, sem aka jafnvel á smábílum inn á svæðið, ætli að forða sér í hugsanlegu flóði. Kona hans, Anna Runólfsdóttir, viðurkennir að hún sé orðin ansi lúin af gestaganginum síðustu daga en ekki síður af því umstangi sem fylgir því að flytja börnin fram og til baka frá heimilinu í öryggisskyni. Þeim var ekki skemmt að fregna að á meðan þau sváfu á Hvolsvelli hefðu ferðamenn með vasaljós guðað á glugga í Fljótsdalnum. Einhver braut svo upp glugga til að gista í gamla bænum, sem er farfuglaheimili á sumrin. „Ég er ekki hrædd við gosið, en hef áhyggjur af því að þetta dragist á langinn með öskufalli og tilheyrandi fyrir kindurnar,“ segir Anna. Síminn hringir og BBC vill tala við húsfreyju sem snöggvast. Að símtalinu loknu banka jarðfræðingar upp á og fá poka með einhverju sem Anna telur að gæti verið öskufall. Svo hringir BBC aftur. Niðri á vegi er fjöldi bíla. Sumir ferðalangarnir sitja bara rólegir í jeppum sínum og vona að létti til svo sjáist í jarðeldinn. „Ef þetta dregst á langinn eins og 1821 væri hægt að gera út á þetta og opna kaffihús,“ segir Þorkell bóndi glettinn í bragði. Húsfreyjan minnir á að hún sé nú lunkin að gera cappuccino: „Við þurfum bara að fá okkur vélina.“ Í gosinu 1821 flæddi vatn langt upp að gamla bænum en Þorkell telur minni hættu á flóði núna. Jökullinn hafi minnkað stöðugt síðustu ár. Fyrir einum tólf árum var miklu meiri ís í fjallinu. Því hafi eldurinn vonandi minna að hella niður hlíðarnar en síðast. klemens@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira